Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

784. fundur 18. maí 2017 kl. 09:00 - 10:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Aðalgata 14 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1705118Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1705135, dagsettur 12. maí 2017, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Prófasturinn-Gistiheimili ehf., kt. 430517-1390, um að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 14 (213-1129), Sauðárkróki. Fram kemur einnig að fyrir hafa Krókaleiðir ehf., kt. 680403-2360, gistileyfi að Aðalgötu 14 (Gisting Litla Borg), sem mun falla úr gildi þegar framangreind umsókn fær fullnaðarafgreiðslu hjá embættinu.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

2.Leiðbeiningar um notkun samfélagsmiðla

Málsnúmer 1705011Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að leiðbeiningum um notkun samfélagsmiðla á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar s.s. heimasíður og Facebooksíður stofnana.

Byggðarráð samþykkir framangreindar leiðbeiningar.

3.Umsókn um að halda Unglingalandsmót í Skagafirði 2020

Málsnúmer 1705100Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, dagsett 2. maí 2017. Stjórn UMSS óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn sambandsins um að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2020 á 110. afmælisári ungmennasambandsins.

Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn Ungmennasambands Skagafjarðar um að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2020.
Ásta Pálmadóttir vék af fundi kl. 09:27

4.Rekstur upplýsingamiðstöðvar á Sauðárkróki sumarið 2017

Málsnúmer 1705141Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Sauðárkróki á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Puffin and friends, kt. 601106-0780, tímabilið 1. júní ? 30. september 2017.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

5.Samgöngu- og innviðanefnd

Málsnúmer 1705114Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. maí 2017 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi skipun samgöngu- og innviðanefnd SSNV skv. ákvörðun 25. ársþings sambandsins. Hvert aðildarsveitarfélag á einn fulltrúa í nefndinni og annan til vara. Óskað er eftir tilnefningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sem aðalmann og Bryndísi Lilju Hallsdóttur sem varamann.

6.Ísorka - uppsetning rafhleðslustöðvar fyrir bifreiðar

Málsnúmer 1702186Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð dagsett 24. apríl 2017 frá Íslenska Gámafélaginu, kt. 470596-2289 í uppbyggingu og rekstur á rafhleðslustöðvum í sveitarfélaginu.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitu- og framkvæmdasviðs til umsagnar.

7.ON - hleðslustöðvar - uppsetning á hlöðum

Málsnúmer 1705113Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. maí 2017 frá Orku Náttúrunnar, þar sem ON óskar eftir að ganga til samstarfs við Sveitarfélagið Skagafjörð um uppsetningu á hlöðum í Varmahlíð og á Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitu- og framkvæmdasviðs til umsagnar.

8.Samkomulag um samstarf um Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1702254Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar bókanir sveitarstjórna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf um rekstur á Náttúrustofu Norðurlands vestra.

9.Tilnefningar í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1705145Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirtalin í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir, Halldór G. Ólafsson.

Varammenn: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir.



Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

10.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2016 - trúnaðarmál

Málsnúmer 1704141Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

11.Fundagerðir 2017 - SSNV

Málsnúmer 1701003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV þann 9. maí 2017.

Fundi slitið - kl. 10:30.