Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

11. fundur 28. júlí 1998 kl. 16:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 11 – 28.07.98

 
  Ár 1998, þriðjudaginn 28. júlí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 16:00

Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

1.  Tillaga atvinnu- og ferðamálanefndar frá 13. júlí.

 

Afgreiðslur:

1. Tekin fyrir tillaga atvinnu- og ferðamálanefndar sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 13. júlí s.l., en vísað til byggðarráðs og nefndarinnar sjálfrar á fundi sveitarstjórnar þann 13. júlí s.l.

            Tillagan er svohljóðandi:

            “Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að leita heimildar sveitarstjórnar til að stofna atvinnuþróunarfélag í Skagafirði í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.

Markmið félagsins verði m.a. að veita ráðgjöf á hinum ýmsu sviðum atvinnu- og markaðsmála jafnframt því að aðstoða við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra.

Fyrsta skrefið, sem hér er áformað að stíga er að auglýsa eftir forstöðumanni félagsins og tryggja húsnæði fyrir starfsemina.”

           

Byggðarráð samþykkir ofangreinda tillögu. Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.

           
Fundi slitið.

 

Snorri Björn Sigurðsson                    Herdís Á. Sæmundard.

Gísli Gunnarsson                               Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson                                Elinborg Hilmarsdóttir