Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

45. fundur 31. mars 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  45 – 31.03.99

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 31. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Örnefnanefnd.
  2. Bréf frá Birni Mikaelssyni og Ómari Kjartanssyni.
  3. Bréf frá Sveini Allan Morthens.
  4. Bréf frá Kongsberg.
  5. Beiðni um leyfi til tækifærisveitinga.
  6. Niðurfellingar.
  7. Yfirfærsla málefna fatlaðra.
  8. Túngata 4, Hofsósi.

 

AFGREIÐSLUR:

 

1. Lagt fram til kynningar bréf frá Örnefnanefnd dags. 23. mars sl. varðandi úrskurð um ágreining um notkun örnefnanna Ásgeirsbrekkufjall eða Viðvíkurfjall í Skagafirði og hvort þeirra eigi að setja á landakort.


2. Lagt fram bréf frá Birni Mikaelssyni og Ómari Kjartanssyni, dags. 19. mars 1999, varðandi styrkbeiðni til handa útvarpi Kántrýbæjar til útsendinga í Skagafirði.  Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000.- að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

 

3. Lagt fram bréf frá Sveini Allan Morthens dags. 26. mars sl. varðandi Meðferðar- og skólaheimilið Háholt.  Byggðarráðið tekur jákvætt í erindið og ætlar að boða Svein Allan á fund.

 

4. Lagt fram bréf frá Kongsberg dags. 12. mars 1999 þar sem sveitarstjóra er boðið til hátíðarhalda þann 2. maí nk. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki Kongsberg heim þennan dag.

 
5. Lögð fram umsókn um leyfi til sölu áfengis í lokuðu samkvæmi, dags. 30. mars 1999.  Byggðarráð samþykkir erindið.

 
6. Byggðarráð samþykkir niðurfellingu fasteignaskatts ál. 1999 skv. framkomnum umsóknum.  Sjá trúnaðarbók.


7. Yfirfærsla málefna fatlaðra.  Á fundinn komu Bjarni Þór Einarsson framkv.stj. SSNV, Ágúst Þór Bragason form. SSNV, Einar Gíslason stj.maður  SSNV og Guðbjörg Ingimundardóttir félagsmálastjóri Skagafjarðar.  Rætt var um samning SSNV og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um málefni fatlaðra í Skagafjarðarsýslu.  Bjarni, Ágúst og Guðbjörg véku nú af fundi.

Frekari umræður fóru fram um samninginn.  Sveitarstjóra og fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn SSNV falið að koma sjónarmiðum byggðarráðs á framfæri við framkv.stj. SSNV. 

Einar Gíslason vék nú af fundi.


8. Túngata 4, Hofsósi.  Íþr.- og æskul.fulltrúa í samráði við sveitarstjóra og þjónustufulltrúann á Hofsósi falið að finna lausn á húsnæðismálum íþr.fél Neista.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                              Margeir Friðriksson, ritari

Ásdís Guðmundsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Ingibjörg Hafstað

Elinborg Hilmarsdóttir

Árni Egilsson