Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

58. fundur 16. júlí 1999 kl. 09:00 - 13:30 Skrifstofa Skagafjarðar

 

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  58 – 16.07.1999

 

            Ár 1999, föstudaginn 16. júlí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 900.

            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Viðræður við Árna Ragnarsson og Jón Ormar Ormsson.
  2. Tillaga Jóhanns Svavarssonar og erindi Trausta Sveinssonar varðandi jarðgöng á Tröllaskaga.
  3. Vandi loðdýrabænda – erindi frá landbúnaðarnefnd 22. júní sl.
  4. Bréf frá Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna.
  5. Atvinnumálanefnd, Orri Hlöðversson, Þórður Hilmarsson og Ingi Ingason.
  6. Málefni Sjávarleðurs hf.
  7. Bréf frá SÍS varðandi sveigjanleg starfslok.
  8. Bréf frá Ómari Unasyni.
  9. Bréf frá SSNV um stofnun eignarhaldsfélags.
  10. Bréf frá Kaupþingi Norðurlands um stofnun eignarhaldsfélags.
  11. Bréf frá Guðmundu Sigfúsdóttur.
  12. Erindi varðandi skólaakstur.
  13. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um skil ársreikninga.
  14. Bréf frá Siglufjarðarkaupstað.
  15. Erindi frá stjórn Höfða hf.
  16. Lagðar fram fundargerðir:
    a) Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 30. júní.
    Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 8. júlí.
    b) Skólanefnd 5. júlí.
    c) Umhverfis- og tækninefnd 7. júlí.
    Umhverfis- og tækninefnd 14. júlí.
    d) Landbúnaðarnefnd 25. júní.
    e) Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. júlí.

 17. Ályktanir vegna breytingar á yfirstjórn grunnskólans á Hólum.
 18. Heimavistarbygging við FNv.

 

AFGREIÐSLUR:

 

1. Árni Ragnarsson og Jón Ormar Ormsson frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks ræddu komu dansks óperukórs til Sauðárkróks auk annarra menningarmála.  Byggðarráð samþykkir að bjóða kórnum í kvöldverð.  Véku þeir svo af fundi.

 

2. Lögð fram tillaga Jóhanns Svavarssonar og erindi Trausta Sveinssonar varðandi jarðgöng á Tröllaskaga.  Byggðarráð samþykkir að fara þess á leit við fulltrúa Skagafjarðar í Lágheiðarnefnd að hann komi hugmyndum Jóhanns Svavarssonar og Trausta Sveinssonar um jarðgangagerð á framfæri við vinnuhópinn.

 

3. Vandi loðdýrabænda og erindi frá landbúnaðarnefnd þann 22. júní sl. rædd.

 

4. Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna, dagsett 23. júní 1999, varðandi lög um almenningsbókasöfn.  Rætt um að forstöðumenn Héraðsskjalasafns og Héraðsbókasafns riti greinargerð um söfn sín til kynningar á starfseminni.  Málinu vísað til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 

5. Á fundinn komu fulltrúar atvinnumálanefndar, Orri Hlöversson og Ingi Friðbjörnsson frá Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar, Þórður Hilmarsson rekstrarráðgjafi og Ingi Ingason frá Fjárfestingastofu Íslands.  Kynntu þau stöðu mála varðandi samninga um kaup á erlendu fyrirtæki.  Véku þau síðan af fundi.

 

Páll Kolbeinsson vék einnig af fundi.

 

6. Málefni Sjávarleðurs hf. rædd.  Byggðarráð samþykkir með þremur atkvæðum að kaupa út hluti Bjarna V. Magnússonar og Birgis S. Bjarnasonar í Sjávarleðri hf. á kr. 350.000 samtals.  Ingibjörg Hafstað greiðir ekki atkvæði.

 

7. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. júní 1999 um sveigjanleg starfslok.

 

8. Lagt fram bréf frá Ómari Unasyni, dagsett 30. júní 1999, varðandi beiðni um leyfi til þess að fara með ferðamenn að og upp í Drangey, ásamt leiðsögumanni.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsjónarmanns Drangeyjar.

 

9. Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 15. júní 1999, varðandi stofnun eignarhaldsfélags í Norðurlandskjördæmi vestra.

 

10. Lagt fram til kynningar bréf frá Kaupþingi Norðurlands hf., dagsett 28. júní 1999, varðandi eignarhaldsfélag með aðild Byggðastofnunar.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnumálanefndar.  Einnig samþykkir byggðarráð að kalla fulltrúa sína í vinnuhópi SSNV um atvinnumál og atvinnumálanefnd á sinn fund varðandi þennan lið og þann fyrri.

 

11. Lagt fram bréf frá Guðmudu Sigfúsdóttur, dagsett 6. júlí 1999, varðandi uppsögn á umsjón með Ferðaþjónustu Steinsstaðaskóla frá og með næsta hausti.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra málið til vinnslu.

 

12. Lögð fram til kynningar gjaldskrá fyrir skólaakstur vegna næsta skólaárs.

 

13. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 5. júlí 1999, varðandi afgreiðslu og skil á ársreikningum sveitarfélagsins vegna ársins 1998.

 

14. Lagt fram til kynningar bréf frá Skólaskrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar, dagsett 23. júní 1999, varðandi nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar.

 

15. Lagt fram bréf frá stjórn Höfða ehf., dagsett 8. júlí 1999.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnumálanefndar.

 

Elínborg Hilmarsdóttir vék af fundi.

 

16. Fundargerðir nefnda:

a) Lagðar fram fundargerðir Menn.-, íþr.- og æskulýðsnefndar 30. júní og 8. júlí.

Fundargerðirnar samþykktar.  Varðandi fundargerð 30. júní, 3. lið samþykkir byggðarráð að veita kr. 400.000 í verkefnið, sem tekið verði af liðnum íþrótta- og æskulýðsmál óskipt.  Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu á 1. lið fundargerðar þann 8. júlí. með tilvísun í bókun Helga Thorarensen.

b) Lögð fram fundargerð Skólanefndar 5. júlí.

Fundargerðin samþykkt.

c) Lagðar fram fundargerðir Umhverfis- og tækninefndar 7. og 14. júlí.

Fundargerðirnar samþykktar.

d) Lögð fram fundargerð Landbúnaðarnefndar25. júní.

Fundargerðin samþykkt.

e) Lögð fram fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar 7. júlí.

Fundargerðin samþykkt.

 

17. Lagðar fram ályktanir frá skólanefnd Hólaskóla og Foreldrafélags grunnskólans á Hólum, dagsettar 9. og 13. júlí, varðandi breytingu á yfirstjórn grunnskólans á Hólum.  Ályktunum vísað til skólanefndar.

 

18. Rætt um stöðu mála varðandi byggingu heimavistar við FNv.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13.30.

 

Herdís Á. Sæmundardóttir                                        Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Páll Kolbeinsson

Ingibjörg Hafstað