Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

834. fundur 02. ágúst 2018 kl. 08:30 - 09:17 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Á 371. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2018 og lýkur 10. ágúst 2018.

1.Umsagnarbeiðni um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra

Málsnúmer 1709149Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra sem samþykkt hefur verið í öllum sveitarfélögum landshlutans. Skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þarf lögreglusamþykktin tvær umræður í sveitarstjórnum áður en hún er sent til staðfestingar ráðherra.

Á fundi stjórnar SSNV þann 10.júlí 2018 var lögreglusamþykktin til umræðu. Ábendingar bárust um að í samþykktina vantaði bann við akstri vélknúinna ökutækja á reiðvegum. Hefur því ákvæði verið bætt inn undir 24. grein.

Greinin hljóðar eftir breytingu svo:

Lögreglustjóri getur að fengnum tillögum sveitarstjórnar, takmarkað eða bannað umferð stórvirkra vinnuvéla, vörubifreiða eða annarra ökutækja á einstökum götum ef slík umferð er álitin hættuleg eða til sérstakra óþæginda fyrir aðra umferð eða íbúa.
Allur akstur torfærutækja, s.s. vélsleða og torfæruhjóla, er bannaður innan þéttbýlis. Sveitarstjórn getur þó heimilað undanþágu frá þessu ákvæði á afmörkuðum svæðum og skal sú ákvörðun tilkynnt lögreglustjóra.
Allur akstur vélknúinna ökutækja á reiðvegum er bannaður.

Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar frá fyrri afgreiðslu.

Á 371. fundi sveitarstjórnar 27.júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 28.júní 2018 og lýkur 10.ágúst 2018.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir frumvarp að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra með áorðnum breytingum.

Áður samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 29.nóvember 2017.


2.Afskráning félags - Rætur bs

Málsnúmer 1807148Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá KPMG ehf til eignaraðila Róta bs. þar sem fram kemur að skiptasjórn hafi lokið störfum og uppgjöri sé lokið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi með öðrum eignaraðilum í Rótum bs. þann 27.janúar 2017 að slíta félaginu. Sama dag var skipuð skiptastjórn í Rótum bs. Skiptastjórn hefur nú lokið störfum og úthlutun hennar á eignum Róta bs. liggur fyrir.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir úthlutun skiptastjórnar og samþykkir að starfsemi Róta bs. verði hætt, félagið lagt niður og afmáð úr firmaskrá. Byggðarráð felur hér með KPMG ehf. að annast samskipti við firmaskrá við afskráningu félagsins.

Á 371. fundi sveitarstjórnar 27.júní 2018 var samþykkt að byggðarráð hafi heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 28.júní 2018 og lýkur 10.ágúst 2018.





3.Landsþing SÍS 2018 á Akureyri

Málsnúmer 1805036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á XXXII. landsþing sambandsins á Akureyri dagana 26. til 28. september 2018.
Landsþingsfulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru sveitarstjórnarfulltrúarnir Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson og Bjarni Jónsson, auk sveitarstjóra.

4.Sauðárkrókur - Túnahverfi - lóðarmál

Málsnúmer 1807149Vakta málsnúmer

Fyrir liggja, hjá skipulags- og byggingarfulltrúa umsóknir um lóðir fyrir einbýlishús í Túnahverfinu á Sauðárkróki. Öllum byggingarhæfum lóðum í hverfinu hefur verið úthlutað. Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til Byggðarráðs að hefja framkvæmdir við gerð nýrrar götu, Melatún.
Byggðarráð samþykkir að fara í gerð nýrrar götu í Túnahverfi sem bera mun heitið Melatún.

5.Melatún

Málsnúmer 1807153Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi hönnun nýrrar götu við Melatún. Gatan er á samþykktu deiliskipulagi fyrir Túnahverfi og fyrir ligga gögn um legu hennar. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að láta vinna kostnaðaráætlun fyrir gerð götunnar og bjóða hana út í lokuðu útboði.

6.Ríp 2 (146396) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Málsnúmer 1807170Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1807386 - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Ríp Skagafirði, dagsettur 23. júlí 2018. Óskað er umsagnar um umsókn Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479 um leyfi til að reka gisitstað í flokki II að Ríp, F2142473, mhl.11, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 325

Málsnúmer 1807015FVakta málsnúmer

Fundargerð 325. fundar skipulags- og bygginganefndar lögð fram til afgreiðslu á 834. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Fyrir liggja, hjá skipulags- og byggingarfulltrúa umsóknir um lóðir fyrir einbýlishús í Túnahverfinu á Sauðárkróki. Öllum byggingarhæfum lóðum í hverfinu hefur verið úthlutað. Skipulags- og byggingarnefnd beinir því til Byggðarráðs að hefja framkvæmdir við gerð nýrrar götu,Melatún.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Gunnar kr. Þórðarson kt. 041248-4169 þinglýstur eigandi Stóragerðis, landnúmer 146590 óskar eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta landspildu út úr jörðinni líkt og sýnt er á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni . Númer uppdráttar er S-102, verknúmer 7296. Uppdráttur dagsettur 22. júní 2018.
    Þá er óskað heimildar til að leysa spilduna úr landbúnaðarnotum. Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur og hlunnindi muni áfram fylgja landnúmeri 146590. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Gísli Árnason, sækir um leyfi til að byggja vegg á mörkum lóðarinnar Hvannahlíðar 4, og göngustígs á vegum sveitarfélagsins líkt og kemur fram á meðfylgjandi rissi. Veggur þessi verður byggður upp í lóðarhæð með grindverki að ofan. Mesta hæð veggjar frá gangstíg um 2 metrar. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda og í samráði við veitu og framkvæmdasvið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir eigandi Kirkjugötu 7 Hofsósi, spyrst fyrir um hvort leyfi fæst til að byggja viðbyggingu aftan við bílskúr hússins. Framhlið bílskúrs verður einnig breytt og þak hans endurbyggt. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir í vinnslu unnir af Trausta Val Traustasyni kt. 160783-5249. Uppdrættirnir eru númer A-01 og A-02 dagsettir 15.06.2018. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðnar breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Með bréfi dagsettu 18. júní 2018 óskar Reynir Barðdal eftir samþykki Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar um að fá að skipta lóð nr 66 á Grónumóum upp í þrjár sjáfstæðar eignir. Reynir Barðdal mætti á fund nefndarinnar og gerði nánari grein fyrir erindinu. Samþykkt að vinna málið áfram.

    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Ólafur Björn Stefánsson kt. 050371-5579 og Helga Daníelsdóttir kt. 111163-5299 sækja um heimild til að breikka innkeyrslu og bílastæði á lóðinni Skólastíg 1 á Sauðárkróki um 3,5 m þannig að heildarbreidd heimkeyrslu og bílastæðis verð 6 m. Einnig er sótt um að gera sólpall á norðanverðri lóðinni. Með umsókn liggur fyrir skriflegt samþykki eigenda neðri hæðar Skólastígs 1. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerður hjá Stoð verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir nánari grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Ari Freyr Ólafsson kt. 030180-5429 og Kristín Þorsteinsdóttir kt. 220979-5399 eigendur Bárustígs 11, fasteignanúmer F2131226 og Erna Rut Kristjánsdóttir kt. 200387-2879 og Sveinn Rúnar Gunnarsson kt. 050693-3099 eigendur Bárustígs 13, fasteignarnúmer F2131230 og F2131231 sækjum um breytingu á afmörkun framangreindra lóða ásamt því að byggja vegg á lóðarmörkum. Framlagður uppdráttur dagsettur 24.11.2009, gerður af Ara Frey Ólafssyni kt. 030180-5429. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarfullrúa falið að gera ný lóðarblöð og lóðarleigusamninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Fyrir liggur erindi Evu B. Sólan Hannesdóttur fh. Umhverfisstofnunar þar sem því er beint til sveitarfélaganna að vera vakandi fyrir ólöglegum skiltum í náttúru landsins. Greint er frá reglum náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og reglugerðar nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Þá er leitast við að útskýra hvað telst vera látlaust auglýsingaskilti. Umhverfisstofnum bindur vonir við að sveitarfélögin tilkynni til stofnunarinnar þegar grunur vaknar um að auglýsingskilti kunni að brjóta í bága við framangreindar reglur. Erindið lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Fundargerð 72. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 325 Fundargerð 73. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 834. fundi byggðarráðs 2.ágúst 2018 með þremur atkvæðum.

8.Rekstrarupplýsingar 2018

Málsnúmer 1805011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-maí 2018.

9.Fjármálaráðstefna 2018

Málsnúmer 1807151Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018 verður haldinn fimmtudaginn 11. október og föstudaginn 12. október á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn sæki ráðstefnuna.

10.Þjóðgarðsstofnun

Málsnúmer 1807179Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30.júlí 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar er nú komið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Þar er einnig birt tillaga að fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd í samræmi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september nk.

11.Grænbók

Málsnúmer 1807160Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 20.júlí 2018 þar sem vakin er athygli á því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, óska eftir umsögnum um drög að grænbók er varðar hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál. Undir málefnasviðin falla verkefni þriggja stofnanna, Hagstofu Íslands, Landmælingar Íslands og Þjóðskrár Íslands. Starfsemi málefnasviðsins er því á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og forsætisráðherra.

Í júnímánuði 2017 hófst stefnumótunarvinna á vegum ráðuneytanna með þátttöku Sambands íslenskra sveitarfélaga og var ráðgjafafyrirtækið Capacent fengið til aðstoðar. Samhliða var unnið að samræmdu stefnumótunarferli og mótun skapalóna/forma fyrir þau skjöl sem verða til í opinberri stefnumótun almennt og eiga að nýtast öllum ráðuneytum.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 15. ágúst 2018 í samráðsgátt http://samradsgatt.island.is eða á netfangið srn@srn.is


12.Ársreikningur 2017 Fluga hf

Málsnúmer 1807133Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Flugu hf fyrir árið 2017.

13.Fundagerðir stjórnar SSNV 2018

Málsnúmer 1801002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 4.júní, 11.júní og 10.júlí 2018.

14.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 4

Málsnúmer 1807017FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundagerð stjórnar Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 24.júlí 2018.

Fundi slitið - kl. 09:17.