Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

836. fundur 30. ágúst 2018 kl. 08:30 - 09:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1808010Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

2.Heimsókn til Yamal

Málsnúmer 1808024Vakta málsnúmer

Rætt um heimsókn til Yamal-héraðs í Rússlandi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Bakkaflöt - Umsagnabeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1808098Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1808153. Óskað er umsagnar um umsókn Sigurðar Friðrikssonar f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt ehf., kt. 670418-0570, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Bakkaflöt, 561 Varmahlíð. Landnúmer 146198. Sótt er um leyfi fyrir 80 manns í gistingu, 100 manns í mat og að auki er sótt um leyfi fyrir 80 manns í svefnpokagistingu sem er bara á vorin þegar skólaheimsóknir eru. 5 sumarhús með gesti fyrir 2, 3 sumarhús með gesti fyrir 3, 1 sumarhús með gesti fyrir 5.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Forkaupsréttur að Klakki SK-5

Málsnúmer 1808165Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. ágúst 2018 frá FISK-Seafood ehf., þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur að skipinu Klakki SK-5, skipaskrárnúmer 1472. Skipið er selt án aflahlutdeilda sem hafa verið og verða fluttar á önnur skip FISK-Seafood ehf.
Afstaða byggðarráðsmanna til þessa máls var fengin með tölvupóstssamskiptum þann 24. ágúst 2018 og kynnt forstjóra FISK-Seafood ehf. samdægurs.
Byggðarráð staðfestir fyrri afstöðu til erindisins og samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins.

5.Sundlaugin á Hofsósi, lenging sumaropnunar 2018

Málsnúmer 1808126Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 257. fundar félags- og tómstundanefndar þann 23. ágúst 2018:
"Lagt er til að reynt verði að koma til móts við óskir um að hafa sumaropnun í Sundlauginni á Hofsósi. Ákvörðun þessi er þó háð því að fólk fáist til starfa í september og að samþykkt verði aukafjárveiting af hálfu byggðarráðs.Erindinu vísað til byggðarráðs. Jafnframt verði málið tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar 2019."
Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna málsins.

6.Rekstrarupplýsingar 2018

Málsnúmer 1805011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-júní 2018. Fram kemur að rekstur A og B hluta sveitarfélagsins er í góðu horfi. Heildartekjur eru 2.546 mkr. og heildargjöld eru 2.430 mkr. án innri færslna.

Fundi slitið - kl. 09:30.