Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

890. fundur 27. nóvember 2019 kl. 11:30 - 12:29 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Atlantic Leather

Málsnúmer 1910106Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

2.Feykir ehf. - hlutabréf

Málsnúmer 1911099Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur þar sem Nýprenti ehf. eru seld hlutabréf sveitarfélagsins í Feyki ehf., kt. 580383-0179, að nafnverði 36.750 kr. á 1 kr.
Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.

3.Fyrirspurn um leigu

Málsnúmer 1911129Vakta málsnúmer

Lagðar fram fyrirspurnir frá Álfhildi Leifsdóttur um húsaleigu vegna fasteignarinnar Borgarflöt 27 (RKS hús), dagsettar 17. nóvember 2019. Auk þess er einnig spurt um aðra húsnæðisaðstöðu sem sveitarfélagið og stofnanir þess hafa á leigu.
Lögð fram svör við fyrirspurnunum og byggðarráð samþykkir að spurningar og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð bókar að það sé orðið tímabært að finna þjónustumiðstöð eignasjóðs og Skagafjarðarveitum varanlegt framtíðarhúsnæði á einum stað, sem er hentugt og hagkvæmt fyrir starfsmenn og starfsemina.

4.Gjaldskrá fyrir gatnag.gjöld, stofngj.fráveitu og fl. 2020

Málsnúmer 1910282Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2020 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
Ákvæðið vari til 31. desember 2020. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.

5.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1911182Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 8 við fjárhagsáætlun árins 2019. Gengur viðaukinn m. a. út á hækkun rekstrarkostnaðar vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir ýmsar starfsstöðvar sveitarfélagsins að fjárhæð 6.468.000 kr. Á móti eru aðrir rekstrarliðir lækkaðir. Einnig eru í viðaukanum fjármunir færðir á milli rekstrareininga. Í rekstrarreikningi eru áhrif þessa hluta viðaukans engin.
Í eignasjóði er fjármagnskostnaður lækkaður um 6.500.000 kr. og fjármagnið flutt á fjárfestingalið.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands

Málsnúmer 1911141Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2019 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 284/2019, "Drög að frumvarpi til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands". Umsagnarfrestur er til og með 02.12.2019.

7.Samráð; Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð

Málsnúmer 1911160Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. nóvember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 290/2019, "Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð". Umsagnarfrestur er til og með 04.12.2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ítreka síðustu afgreiðslu byggðarráðs varðandi Hálendisþjóðgarð.

Fundi slitið - kl. 12:29.