Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

898. fundur 22. janúar 2020 kl. 11:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 2001018 Laugarvegur 17, sala fasteignarinnar, á dagskrá með afbrigðum.

1.Aðalgata 16 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2001159Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. janúar 2020, úr máli 2001213 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Tómas Árdal f.h. Stá ehf., kt.520997-2029, sækir um leyfi til að reka veitingastað KK restaurant í flokki III að Aðalgötu 16, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Beiðni um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 2001113Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Oddfellow, Húsfélaginu Víðigrundar 5, dagsett 12. janúar 2020 um lækkun fasteignaskatts 2020 vegna fasteignarinnar F2132365 Víðigrund 5, félagsheimili.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.

3.Leikskóli Hofsósi - hönnun og útboð 2019

Málsnúmer 1911205Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir tilboð í verkið Leikskóli á Hofsósi. Alls bárust tvö tilboð í verkið;
Friðrik Jónsson ehf., 188.782.925 kr.
Uppsteypa ehf., 159.705.806 kr.
Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 143.007.623 kr.
Byggðarráð felur sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.

4.Laugarvegur 17 - sala fasteignarinnar

Málsnúmer 2001018Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö tilboð í fasteignina Laugarvegur 17, Varmahlíð, F2140812 sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ganga að hærra tilboðinu frá Ditte Clausen og Frímanni Viktori Sigurðssyni.

Fundi slitið - kl. 12:00.