Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

929. fundur 10. september 2020 kl. 11:30 - 12:53 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur

Málsnúmer 1905113Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála vegna lóðarúthlutunar á svokölluðum Freyjugötureit.

2.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram tilboð frá Eflu verkfræðistofu í rannsóknir á fráveitukerfi sveitarfélagsins á Hofsósi vegna mengunarslyss. Byggðarráð samþykkir framangreint tilboð.
Farið var yfir tilboð Eflu varðandi frekari rannsóknir á jarðveginum á svæðinu og Steini falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

3.Rekstrarupplýsingar 2020

Málsnúmer 2009064Vakta málsnúmer

Lagðar fram rekstrarupplýsingar fyrir tímabilið janúar-júlí 2020.

4.Helluland L195224 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2009042Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. september 2020 úr máli 2009060 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 02.09.2020. sækir Andrés Geir Magnússon, kt. 250572-4849, Hellulandi, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í (bílskúr), flokki II að Hellulandi, 551 Sauðárkróki. Gestafjöldi 10 manns. Fasteignanúmer 214-2393.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 772019

Málsnúmer 2008250Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 163/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019". Umsagnarfrestur er til og með 11.09.2020.

6.Samráð; Áform um frumvarp til breytinga á lögum um skráningu einstaklinga

Málsnúmer 2009024Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. september 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2020, "Áform um frumvarp til breytinga á lögum um skráningu einstaklinga". Umsagnarfrestur er til og með 07.09.2020.

7.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60 2013

Málsnúmer 2009036Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 169/2020, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013". Umsagnarfrestur er til og með 16.09.2020.

8.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 106 2000 um mat á umhverfisáhrifum (leyfi til bráðabirgða)

Málsnúmer 2009037Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 170/2020, "Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum (leyfi til bráðabirgða)". Umsagnarfrestur er til og með 17.09.2020.

9.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 2005224Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi þann 28. apríl sl. að beina því til samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga að setja á fót greiningarhóp til að vinna að tvíþættu verkefni. Annars vegar að safna upplýsingum um fjárhagsáætlanir og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélagafyrir yfirstandandi ár, þróun þeirra og horfur og hins vegar að safna upplýsingum um einstaka þætti sem ljóst þykir að muni hafa mikil áhrif á afkomu sveitarfélaga á komandi mánuðum og misserum. Tilefnið er að bregðast við þeim aðstæðum sem myndast hafa íkjölfar Covid-19 faraldursins en ljóst er að áhrif hans verða mikil á efnahagslífið allt og þar með talið fjármál ríkis og sveitarfélaga.
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og niðurstöður verið birtar í frétt á vef Stjórnarráðsins þann 28. ágúst 2020.

Fundi slitið - kl. 12:53.