Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

932. fundur 23. september 2020 kl. 14:00 - 14:43 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði

Málsnúmer 2005008Vakta málsnúmer

Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri kom á fundinn til viðræðu varðandi aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela Sigfúsi Ólafi að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Starfshópur um stafræna framþróun

Málsnúmer 2009154Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 7. september 2020 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar í starfshóp, sem verði fulltrúa landshlutans í stafrænu ráði sveitarfélaga til stuðnings við miðlun upplýsinga til sveitarfélaganna á starfssvæðinu.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Ólaf Guðmundsson í starfshópinn.

3.Skýrsla kjaratölfræðinefndar

Málsnúmer 2009122Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 11. september 2020 varðandi skýrslu kjaratölfræðinefndar, nýs samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag.

Fundi slitið - kl. 14:43.