Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

495. fundur 30. október 2009 kl. 10:00 - 11:40 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar frá 1. nóv. 2009

Málsnúmer 0910131Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu gjaldskrár fyrir Brunavarnir Skagafjarðar, með gildistöku frá og með 1. nóvember 2009.

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá fyrir slökkvitækjaþjónustu og útselda vinnu fyrir öryggisvöktun, vinnu vegna vatnstjóns og björgun með klippum. Byggðarráð mælist til að verðskráin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Unnið með gögn varðandi fjárhagsáætlun 2010. Bókun 150. fundar félags- og tómstundanefndar kynnt.

3.Gjaldtaka fyrir úthlutun lóða

Málsnúmer 0910086Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Búhöldum hsf. þar sem óskað er eftir því að gjald vegna endurúthlutunar lóða við Iðutún 1-3, Iðutún 5-7, Iðutún 9-11 verði fellt niður, þar sem gjaldtakan var ekki kynnt félaginu og ekki auglýst með formlegum hætti.

Þann 29. janúar 2009 staðfesti sveitarstjórn gjaldskrá tæknideildar, þar á meðal var gjaldtaka vegna lóðaúthlutana. Byggðarráð hafnar erindinu.

4.Málefni fatlaðra. Viðbótarsamningur um akstur

Málsnúmer 0910036Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar viðbótarsamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Suðurleiða ehf. um akstur fatlaðra í Skagafirði, tímabilið október 2009 - maí 2010.

Byggðarráð staðfestir framlagðan samning.

5.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009

Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarsjóðs og stofnana fyrir tímabilið janúar - september 2009.

Fundi slitið - kl. 11:40.