Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

964. fundur 28. apríl 2021 kl. 11:30 - 12:08 í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Krafa um afturköllun byggingarleyfis fyrir dæluhús, Laugarból L146191

Málsnúmer 2104182Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 20. apríl 2021 frá Sunnu Axelsdóttur hdl., fyrir hönd Dagnýjar Stefánsdóttur, kt. 180382-4109 og Róberts Loga Jóhannessonar, kt. 040570-5789, eigenda og ábúenda að Laugarmýri í Skagafirði vegna kröfu um afturköllun byggingarleyfis fyrir dæluhús, jarðhitaréttinda og nýtingar í heitavatnsborholu í landi Laugarbóls L146191.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

2.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun

Málsnúmer 2104126Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
Byggðarráð fagnar því að virkjunarkostir í vindorku séu fyrir alvöru komnir inn á borð stjórnsýslunnar í landinu enda ljóst að á margan hátt getur vindorka farið vel saman með virkjun vatnsafls á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Byggðarráð telur að núverandi lagarammi, t.d. skipulagslög, lög um umhverfismat áætlana, náttúruverndarlög o.fl., tryggi að gætt verði til hins ýtrasta að umhverfissjónarmiðum þegar virkjun vindorku kemur til álita. Byggðarráð leggur því áherslu á að ekki verði gengið of langt í þeim efnum að takmarka fyrirfram nýtingu vindorku á Íslandi. Nauðsynlegt er að orkukostir sem tryggt geta dreifðum byggðum vítt og breitt um landið aðgang að tryggri raforku verði skoðaðir á faglegan og vandaðan hátt.

3.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands

Málsnúmer 2104127Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
Byggðarráð fagnar því að virkjunarkostir í vindorku séu fyrir alvöru komnir inn á borð stjórnsýslunnar í landinu enda ljóst að á margan hátt getur vindorka farið vel saman með virkjun vatnsafls á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Byggðarráð telur að núverandi lagarammi, t.d. skipulagslög, lög um umhverfismat áætlana, náttúruverndarlög o.fl., tryggi að gætt verði til hins ýtrasta að umhverfissjónarmiðum þegar virkjun vindorku kemur til álita. Byggðarráð leggur því áherslu á að ekki verði gengið of langt í þeim efnum að takmarka fyrirfram nýtingu vindorku á Íslandi. Nauðsynlegt er að orkukostir sem tryggt geta dreifðum byggðum vítt og breitt um landið aðgang að tryggri raforku verði skoðaðir á faglegan og vandaðan hátt.

4.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir

Málsnúmer 2104137Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
Byggðarráð tekur undir meginmarkmið frumvarpsins en bendir á að líklegt sé að þær breytingar sem gildistaka þess hefur í för með sér leiði til útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin í landinu í stað þess að kostnaður þeirra minnki. Þeim kostnaði er svo þeim ætlað að bera sem veldur mengun af völdum sorpsins, þ.e. annars vegar skattgreiðendur og hins vegar framleiðendur ákveðinna vöruflokka.
Hvað einstaka efnisþætti frumvarpsins varðar tekur byggðarráð undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

5.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð

Málsnúmer 2104191Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.

6.Orkufundur 2021

Málsnúmer 2104179Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. apríl 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss 28. maí 2021 undir yfirskriftinni Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn hefst kl 14:30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl: 17:00. Fundinum verður streymt og verða upptökur af honum aðgengilegar á vefsíðu Samtaka orkusveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 12:08.