Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

447. fundur 25. september 2008 kl. 10:00 - 11:22 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1."Við viljum sjást" - styrkbeiðni

Málsnúmer 0808074Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá LAUF - Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki, þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins "Við viljum sjást".
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.Viðauki við samning um kaup á hádegismat fyrir Árskóla

Málsnúmer 0809032Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við samning frá 8. janúar 2008 á milli sveitarfélagsins og JASK ehf um hádegismat fyrir Árskóla.
Byggðarráð staðfestir framlagðan viðaukasamning.

3.Almannavarnanefnd - fyrirspurn

Málsnúmer 0809036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga um skipan almannavarnarnefndar sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela stjórnsýslusviði að svara erindinu.

4.Nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu

Málsnúmer 0809041Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Strætó bs. þar sem tilkynnt er um að sveitarfélög sem standa utan byggðarsamlagnsins Strætó bs. geti nú í fyrsta skipti sótt um að kaupa nemakort fyrir þá íbúa sína sem stunda viðurkennt nám á framhalds- og háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi ályktun: Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórn Strætó bs. að veita framhalds-og háskólanemum sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og eiga lögheimili utan starfssvæðis Strætó bs. sömu kjör og nemendum sem eiga lögheimili innan starfssvæðisins.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eiga engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.

Byggðarráð samþykkir jafnframt að fela starfsmönnum sveitarfélagsins að afla upplýsinga um fjölda nemenda í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði.

5.Gúttó - fyrirspurn um afnot af húsinu

Málsnúmer 0809042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Skagafjarðardeild RKÍ þar sem deildin óskar eftir að fá Gúttó til afnota þegar skátafélagið hefur lokið starfsemi sinni þar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur fjármálastjóra að ganga frá samningum þar um.

6.Samningar við skólabílstjóra

Málsnúmer 0807033Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri kynnti gang samningaviðræðna við skólabílstjóra.

7.Smábátafélagið Skalli, aðalfundur 2008

Málsnúmer 0809059Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar Smábátafélagsins Skalla frá 12. september 2008.

8.Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 0807032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf Landsnets hf. varðandi Blöndulínu 3, þ.e. viðhorf og möguleika Landsnets til að leggja Blöndulínu 3 í jörð.
Gísli Árnason óskar bókað:
Áform Landsnets eru að byggja 220 þúsund volta línu milli Akureyrar og Blöndu, sem flutt getur 470 megawatta orku. Línan á að geta flutt orku á milli landshluta, sem samsvarar rúmlega þrefaldri framleiðslu Blönduvirkjunar.
Þarna eru uppi hugmyndir um stórfellda raforkuflutninga milli landshluta og slíkt hefur ekkert með endurnýjun Byggðalínunnar að gera eða afhendingaröryggi raforku til hins almenna notanda og allflestra fyrirtækja.
Það er einungis ein tegund atvinnurekstrar sem kallar á orkuflutninga af þessari stærðargráðu.
Það er óásættanlegt að þessi markmið Landsnets varðandi línunnar útiloki aðra möguleika á lagnaleiðum, þar sem gert væri ráð fyrir minni spennu línunnar og þar með möguleikum á lagningu hennar í jörðu.
Undirritaður tekur undir þau sjónarmið landeigenda og fulltrúa minnihlutans í Byggðaráði, sbr. bókun þann 21. ágúst síðastliðinn, að eina ásættanlega leiðin er að leggja línuna í jörð.
Gísli Árnason,VG

Fundi slitið - kl. 11:22.