Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

980. fundur 10. september 2021 kl. 11:30 - 11:47 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2106259-Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021 á dagskrá með afbrigðum.

1.Þáttaka í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Málsnúmer 2109045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 2. september 2021 frá félagsmálaráðuneyti og UNICEF á Íslandi varðandi barnvæn sveitarfélög - innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Auglýst er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga um þátttöku í verkefninu, en 15 sveitarfélög á Íslandi vinna nú að því að fá viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. Tvö sveitarfélög hafa hlotið viðurkenninguna til þessa.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir kynningu á verkefninu.

2.Kjörstaðir við Alþingiskosningar sept 2021

Málsnúmer 2106142Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að kjörstaður í Fljótum vegna alþingiskosninga 2021 verði í Félagsheimilinu Ketilási í stað Sólgarðaskóla og vísar erindinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.

3.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2106259Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna m.a. fyrirhugaðs útboðs almenningssamgangna á Sauðárkróki. Ítarupplýsingar færðar í trúnaðarbók.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2021 og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

4.Almenningssamgöngur á Sauðárkróki - útboð

Málsnúmer 2107047Vakta málsnúmer

Á fundinum er farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum sem unnin eru af fyrirtækinu Consensa. Byggðarráð telur mikilvægt að kostnaður af framkvæmd akstursins verði, að teknu tilliti til aðstæðna, sambærilegur og þekkt er um þéttbýlisstaði af svipaðri stærð og leggur áherslu á að við gerð kostnaðaráætlunar vegna verksins verði gætt að því hvaða kostnað þau hafi haft. Með vísan til framanritaðs samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að hrinda af stað útboðinu, þegar sveitarstjórn hefur staðfest ákvörðun byggðarráðs.

5.Samráð; Drög að stefnu um notkun skýjalausna

Málsnúmer 2108211Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. ágúst þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 156/2021, "Drög að stefnu um notkun skýjalausna". Umsagnarfrestur er til og með 09.09.2021

6.Samráð; Breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22-2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140-2013.

Málsnúmer 2109022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 1. september 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundabúnaðar. Einnig lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. september 2021 þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 169/2021, "Breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013". Umsagnarfrestur er til og með 13.09.2021.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

7.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. ágúst 2021, varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Fundi slitið - kl. 11:47.