Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

999. fundur 19. janúar 2022 kl. 11:30 - 11:53 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kjör aðal- og varamanns í stjórn Flokku ehf.

Málsnúmer 2201157Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri verði aðalmaður í stjórn Flokku ehf. frá og með 1. janúar 2022 og Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs til vara.

2.Gjaldskrá brunavarna, slökkvitækjaþjónusta 2022

Málsnúmer 2110152Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Gjaldskrá brunavarna 2022

Málsnúmer 2110151Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 187. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár brunavarna fyrir árið 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Erindi varðandi speglunarverkefni Kiwanisklúbbsins Drangeyjar

Málsnúmer 2201137Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagsett 9. janúar 2022. Klúbburinn hefur stutt og kostað ristilspeglunarverkefni við HSN á Sauðárkróki síðastliðin sjö ár. Í bréfinu kemur fram að í nóvember 2021 hafi klúbbnum verið tilkynnt um að stöðva ætti verkefnið frá og með 1. janúar 2022 vegna þess að ríkið hyggðist hefja skimun á landsvísu á þessu ári og að verkefnið væri of kostnaðarsamt fyrir stofnunina. Kiwanisklúbburinn Drangey mun því ekki ganga frekar eftir greiðslum samkvæmt styrktarsamningum sem gerðir hafa verið. Þakkar klúbburinn fyrir veitta styrki til þessa verkefnis.
Byggðarráð vill koma á framfæri þakklæti til Kiwanisklúbbsins Drangeyjar fyrir að standa að þessu mikilvæga verkefni og ljóst er að það hefur borið góðan árangur.

Fundi slitið - kl. 11:53.