Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

512. fundur 08. apríl 2010 kl. 10:00 - 10:49 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Lánsumsókn v/framkvæmda við urðunarstað

Málsnúmer 1003387Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá stjórn Norðurár bs. þess efnis að sveitarfélagið veiti byggðasamlaginu einfalda ábyrgð á allt að 380 milljón króna láni frá Lánasjóði sveitarfélaga í hlutfalli við skiptingu stofnfjár í Norðurá bs pr. 31.12. 2009, eða 64,8%. Lánið er ætlað til framkvæmda við sorpurðunarstað að Sölvabakka, A-Hún.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að afgreiða málið með eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 380.000.000 kr. til 14 ára, með föstum 5,03% vöxtum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðar að Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Skagafjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurár bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurár bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Skagafjörður selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Skagafjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Guðmundi Guðlaugssyni, kt. 140259-4899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

2.Kongsberg - Vennskapsbytreff i juni

Málsnúmer 1002114Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá vinabæjarmóts í Kongsberg, Noregi, 15.-18. júní 2010.

Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á vinabæjamótinu verði aðalmenn og áheyrnarfulltrúi í byggðarráði eða varamenn þeirra og tveir embættismenn.

3.Reykjavíkurflugvöllur áfram í Vatnsmýrinni

Málsnúmer 1003392Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá aðalfundi Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem haldinn var í febrúar sl. Félagið hvetur sveitarfélög til að vinna að því að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði til frambúðar í samræmi við fyrri ályktanir FÍA.

Byggðarráð ítrekar fyrri bókun frá 445. fundi sem staðfest var af sveitarstjórn á 233. fundi hennar og hljóðar svo:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar hugmyndum um flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki í öryggisneti landsmanna þar sem nálægðin við Landsspítala Háskólasjúkrahús er hvað mikilvægust. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu, viðskipta- , menningar- og menntalífi landsins, sem hefur meginstarfsemi í höfuðborginni, má ekki takmarka frekar en fjarlægðir gera nú þegar. Á það skal minnt að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og því hafa borgaryfirvöld skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. Skorað er á borgaryfirvöld og ríkisvaldið að kveða endanlega uppúr með staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í nágrenni miðborgarinnar og hefja nú þegar tímabærar framkvæmdir við nýja samgöngumiðstöð.

4.Viðskiptastaða vegna sölu Steinsstaðaskóla

Málsnúmer 0910034Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins gagnvart ríkinu.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka málinu.

5.Skýrsla um samræmd könnunarpróf 2009

Málsnúmer 1004011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi skýrslu um samræmd könnunarpróf haustið 2009 í 4., 7. og 10. bekk.

6.Könnun á stöðu leiguíbúða í sveitarfélaginu

Málsnúmer 1003160Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar til Varasjóðs húsnæðismála varðandi stöðu leiguíbúða sveitarfélagsins pr. 31.12. 2009.

Fundi slitið - kl. 10:49.