Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

497. fundur 12. nóvember 2009 kl. 10:00 - 12:08 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gagnaveita Skagafjarðar ehf. - endurfjármögnun

Málsnúmer 0911011Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mættu Páll Pálsson og Einar Gíslason forsvarsmenn Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. ásamt Kristjáni Jónassyni, endurskoðanda hjá KPMG, til viðræðu um fjárhagsleg málefni félagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2010

Málsnúmer 0910021Vakta málsnúmer

Unnið með fjárhagsáætlunargögn sem vísað hefur verið til ráðsins frá nefndum.

Byggðarráð hvetur þær nefndir sem eiga eftir að skila inn fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 að gera það hið fyrsta. Sveitarstjóra falið að vinna með sviðsstjórum, fari yfir áætlanir og fyrir næsta fundi liggi fyrir greinargerðir vegna áætlananna.

3.Bréf til Byggðarráðs

Málsnúmer 0911015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá félagsskapnum Maddömum sem hafa til umráða geymslu í eigu sveitarfélagsins á lóð Aðalgötu 16b. Í bréfinu er óskað eftir því geymslan verði tengd rafmagni og hitaveitu, en í dag eru þessar tengingar ekki til staðar.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara um erindið og áréttar að húsnæðið var afhent félagsskapnum til afnota endurgjaldslaust og án skuldbindinga fyrir sveitarfélagið.

4.Umsögn um frumvarp til laga um persónukjör til Alþingis

Málsnúmer 0911027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá allsherjarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör), 102. mál. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 19. nóvember 2009.

Fundi slitið - kl. 12:08.