Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

491. fundur 01. október 2009 kl. 12:10 - 12:20 hjá samstarfsnefnd
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Verið vísindagarðar - aðalfundur 2009

Málsnúmer 0910004Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Versins - vísindagarða ehf. vegna aðalfundar 1. október 2009. Lögð fram tillaga um Snorra Styrkársson sem fulltrúa sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna ehf. í stjórn Versins - vísindagarða ehf. Einnig að Snorri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Tillagan samþykkt. Páll Dagbjartsson ítrekar svohljóðandi bókun frá fyrra ári: "Ég tel að í ljósi hlutafjáreignar eigi sveitarfélagið að eiga einn fulltrúa og Skagafjarðarveitur ehf annan í stjórn Versins". Bjarni Jónsson óskar bókað: "Ég tel að stjórnarsetu eigi að tengja eignarhlut í félaginu."

Fundi slitið - kl. 12:20.