Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

532. fundur 21. október 2010 kl. 09:00 - 10:23 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sjálfboðaliðar frá SEEDS

Málsnúmer 1010118Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, þar sem boðin fram starfskraftur erlendra sjálfboðaliða til umhverfis- og menningarmála í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga á árinu 2011.

Sveitarstjóra er falið að skoða málið nánar og afgreiða erindið.

2.Kirkjugarður í Glaumbæ - endurhleðsla veggs

Málsnúmer 1010116Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Glaumbæjarkirkju þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki þátt að lágmarki 300.000 kr. til að greiða kostnað við endurhleðslu á vegg við austurhluta Glaumbæjarkirkjugarðs. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 1.300.000 kr. Samkvæmt lögum um kirkjugarða nr. 36/1993 og viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29.06. 2007 ber sveitarfélagi að láta ókeypis í té efni í girðingu um kirkjugarða.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2011.

3.Ársfundur Starfsendurhæfingar Nl.v.

Málsnúmer 1010107Vakta málsnúmer

Ársfundundur Starfsendurhæfingar Norðurlands vestra verður haldinn á Blönduósi, þriðjudaginn 26. október 2010.

Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

4.Aðalgata 7 - Umsagarb.v/rekstarleyfis

Málsnúmer 1010077Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristínar Elfu Magnúsdóttur fyrir hönd Videosport ehf., um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Mælifell, Aðalgötu 7, Sauðárkróki. Veitingaleyfi flokkur III.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

5.Fundur með þingmönnum kjördæmisins

Málsnúmer 1010048Vakta málsnúmer

1. þingmaður Norðvesturkjördæmis hefur boðað til árlegs fundar þingmanna kjördæmisins með sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra. Fundurinn verður þriðjudaginn 26. október 2010 á Blönduósi.

Byggðarráð samþykkir að þeir byggðarráðsfulltrúar sem geta sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Leikskólaganga barna og vanskil foreldra

Málsnúmer 1010090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmanni barna, þar sem m.a. hvatt er til þess að sveitarfélög komi til móts við fjölskyldur í fjárhagsvanda og tryggi öllum börnum tækifæri til að ganga í leikskóla óháð efnahag foreldra.

Byggðarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leggja fyrir næsta fund yfirlit yfir stöðu innheimtumála hjá sveitarfélaginu.

7.Breytingar á lögregluumdæmum

Málsnúmer 1010119Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun stjórnar SSNV frá 12. okbóber 2010 um breytingar á lögregluumdæmum.

8.Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum

Málsnúmer 1010094Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ráðstefnu um almannavarnir í sveitarfélögum, þann 21. október 2010.

9.Tillaga um endurútreikning framlaga

Málsnúmer 1010113Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að tillögu starfshóps, sem endurskoðar regluverk Jöfnunarsjóðs, um mögulega breytingu á framlagi sjóðsins vegna fasteignaskatts, almenns jöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags.

10.Ágóðahlutagreiðsla 2010

Málsnúmer 1010111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótarfélags Íslands, þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla sveitarfélagsins nemur 10.068.000 kr. árið 2010.

11.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-ágúst 2010.

Byggðarráð óskar eftir skýringum frá viðkomandi sviðsstjórum varðandi þá rekstrareiningar sem eru komnar verulega fram úr fjárhagsáætlun ársins.

Fundi slitið - kl. 10:23.