Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

439. fundur 01. júlí 2008 kl. 09:00 - 11:26 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Starfsmannastefna

Málsnúmer 0806089Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem var til umfjöllunar árið 2006.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjórum að fara yfir drögin leggja þau síðan fram til afgreiðslu byggðarráðs og sveitarstjórnar fyrir lok ágúst nk.

2.Hvítabjörn í Skagafirði

Málsnúmer 0806022Vakta málsnúmer

Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með umhverfisráðherra um stofnun viðbragðshóps á landsvísu vegna bjarndýra og aðstöðu fyrir búnað slíks hóps á Sauðárkróki.

Eins og flestum er kunnugt hafa tveir hvítabirnir gegnið á land á Skaga. Því hefur fylgt mikill viðbúnaður og starf sem heimamenn hafa leitt í samstarfi við umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Vegna þessa hefur orðið til þekking og reynsla sem mikilvægt er að nýta. Í ljósi þeirrar reynslu sem hefur skapast telur byggðaráð eðlilegt að viðbragðshópur vegna komu hvítabjarna verði staðsettur á Sauðárkróki í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggt verði á reynslu lögreglu, björgunarmanna, Náttúrustofu Norðurlands vestra, Umhverfisstofnunar ofl. og komið upp nauðsynlegum búnaði og áætlun unnin um viðbrögð. Byggðaráð óskar eftir samstarfi við Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun, lögreglu og Náttúrustofu Nlv. til að koma þessu í framkvæmd.

3.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Stækkun verknámshúss

Málsnúmer 0806090Vakta málsnúmer

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, fór yfir stöðu mála og kynnti drög að samningi við menntamálaráðuneytið um viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra í samvinnu við sveitarfélögin í Húnavatnssýslum, að ljúka samningi við menntamálaráðuneytið í samræmi við fyrirliggjandi drög.

4.Meðferðarheimilið Háholt

Málsnúmer 0804074Vakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar viljayfirlýsing á milli sveitarfélagsins og Barnaverndarstofu um áframhaldandi leigu meðferðarheimilisins Háholts til 10 ára, viðhald og uppbyggingu mannvirkja á lóð. Byggðarráð staðfestir framlagða viljayfirlýsingu. Fyrir liggur kostnaðaráætlun tæknideildar um nauðsynlegt viðhald og samþykkir byggðarráð að verkið verði unnið. Til að mæta þessum kostnaði verði leitast við að fresta öðrum viðhaldsverkefnum fasteigna á árinu. Þeir fjármunir sem vantar upp á verði teknir að láni.

5.Viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna samstarfs um byggingu aðstöðuhúss á tjaldstæði.

Málsnúmer 0806088Vakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar viljayfirlýsing milli sveitarfélagsins og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um samstarf um byggingu aðstöðuhúss fyrir tjaldstæðið á Sauðárkróki. Vísað til byggðarráðs af sveitarstjórn.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu.

6.Verið vísindagarðar - Aðalfundur 2008

Málsnúmer 0806091Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Snorra Styrkársson sem fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarveitna ehf í stjórn Versins vísindagarða ehf.
Samþykkt með tveimur atkvæðum.
Páll Dagbjartsson situr hjá og óskar bókað: "Ég tel að í ljósi hlutafjáreignar eigi sveitarfélagið að eiga einn fulltrúa og Skagafjarðarveitur ehf annan í stjórn Versins". Gísli Árnason óskar bókað: "Ég tel að stjórnarsetu eigi að tengja eignarhlut í félaginu".

7.Ráðning fræðslustjóra til eins árs

Málsnúmer 0806077Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sem vísað var frá fræðslunefnd 25. júní sl. um ráðningu Herdísar Á. Sæmundardóttur í stöðu fræðslustjóra til eins árs.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

8.Aðalgata 16 (Kaffi Krókur) - ósk um lækkun fasteignagjalda

Málsnúmer 0806072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Videosport ehf, núverandi eiganda fasteignarinnar Aðalgötu 16 (Kaffi Krókur), þar sem óskað er eftir lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda á meðan endurbætur á húsinu standa yfir.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar vegna endurgerðar hússins, en sveitarfélaginu er ekki heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatta.

9.Menningar- og kynningarnefnd - 32

Málsnúmer 0805017FVakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar 32. fundargerð menningar- og kynningarnefndar frá 27. maí 2008.
Byggðarráð staðfestir fundargerðina.

9.1.Rekstur Félagsheimilisins Ketiláss

Málsnúmer 0805091Vakta málsnúmer

Byggðarráð staðfestir afgreiðslu menningar- og kynninganefndar.

9.2.Skagfirskar æviskrár - styrkbeiðni 2008

Málsnúmer 0803049Vakta málsnúmer

Byggðarráð staðfestir afgreiðslu menningar- og kynninganefndar.

10.Fræðslunefnd - 41

Málsnúmer 0806016FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fræðslunefndar frá 25. júní sl.
Byggðarráð staðfestir fundargerðina.

11.Varasjóður húsnæðismála, ársskýrsla 2007

Málsnúmer 0806033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla 2007 um Varasjóð húsnæðismála.

12.Netríkið Ísland - 2008-2012

Málsnúmer 0806085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu um stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið sem ber yfirskriftina "Netríkið Ísland".

Fundi slitið - kl. 11:26.