Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

503. fundur 28. janúar 2010 kl. 10:00 - 12:08 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki

Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer

Frestað mál frá 501. fundi byggðarráðs.

Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti framgang byggingar og kostnaðartölur vegna leikskóla við Árkíl. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 456 mkr. miðað við verðlag í janúar 2010 og verkið nokkuð á áætlun bæði hvað varðar kostnað og framkvæmd.

2.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2010

Málsnúmer 0912103Vakta málsnúmer

Á 501. fundi byggðarráðs var samþykkt að afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts yrði kr. 50.000 árið 2010. Til að fækka leiðréttingartilfellum að hausti og endurkröfu sveitarfélagsins á hendur afsláttarþegum, þá er lögð fram tillaga um að við upphaf fasteignagjaldaálagninar 2010 verði hámark afsláttar kr. 25.000 og í haust þegar afslátturinn verður endurreiknaður verði hámarksafslátturinn færður upp í kr. 50.000. Heildarafsláttur fyrir árið 2010 verður því óbreyttur frá fyrra ári.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

3.Fasteignagjöld - afsláttur

Málsnúmer 1001185Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íbúðalánasjóði þar sem spurt er annars vegar um hvort veittur sé staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum ef þau eru greidd öll í einu lagi strax eftir álagningu. Hins vegar er innt eftir hvort sveitarfélagið sé tilbúið til viðræðu um að falla frá s.s. sorphirðugjaldi af íbúðum sem standa auðar.

Byggðarráð hefur ekki samþykkt að veita staðgreiðsluafslætti af fasteignagjöldum og getur því ekki orðið við þeirri beiðni. Sömuleiðis synjar byggðarráð niðurfellingu sorphirðugjalds.

4.Sáttmáli til sóknar í skólamálum - lokagreiðsla sveitarfélagsins.

Málsnúmer 0911107Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag um breytingu á greiðslufyrirkomulagi lokagreiðslu vegna Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði. Þar segir m.a.:

"Með vísan til framkominnar óskar um frestun greiðslu ársins 2010 og í ljósi stöðu sáttmálasjóðsins og útborgana úr honum skulu lokagreiðslur allra aðstandenda sáttmálans færast til þannig að þær komi til greiðslu í ársbyrjun 2011 í stað 2010. Aðilar eru sammála um að afar vel hafi tekist til með starfsemi sjóðsins frá upphafi og lýsa yfir ánægju með samstarfið og gang mála. Frestun lokagreiðslu og þar með lenging samningstíma kemur ekki að sök því þó mjög vel gangi að útdeila fjármagni úr sjóðnum til hinna ýmsu þróunarverkefna og annarra viðfangsefna, þá er nægt fjármagn til staðar í honum til þeirra verkefna sem í gangi eru og verkefna sem veitt yrði til á þessu ári. Breytt tímasetning lokagreiðslu tefur því ekki fyrir framgangi þeirra verkefna sem sáttmálasjóðurinn veitir fé til."

Byggðarráð samþykkir framangreint samkomulag.

Páll Dagbjartsson óskar bókað: "Ég tel að sveitarfélagið hefði átt að standa við skuldbindingar sínar eins og upphaflegi samningurinn gerði ráð fyrir. Úr því sem komið er ég sáttur við þessa niðurstöðu."

5.Skýrsla um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 0912069Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt á viðræðum félags- og tómstundanefndar við forsvarsmenn íþróttafélaga í Skagafirði um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Skagafirði.

Byggðaráð þakkar félags- og tómstundanefnd fyrir samantektina svo og þeim aðilum sem komu að því að veita upplýsingar um úrbætur og aðstöðu íþróttafélaga ásamt framtíðasýn.

6.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 154. fundar félags- og tómstundanefndar.

Byggðaráð samþykkir í ljósi niðurstöðu vinnu félags- og tómstundanefndar að fela tæknisviði Sveitarfélagsins að meta í samstarfi við Hofsbót ses. möguleika til að bæta íþróttaaðstöðu barna og unglinga út að austan.

Gísli Árnason óskar bókað: ´"Meirihluti sveitarstjórnar hefur þvælt þetta mál í tæpt ár, eða allt frá því að fulltrúar Hofsbótar lögðu fram tilboð um 105 milljón króna gjöf til sveitarfélagsins, sem ætluð var til byggingar íþróttahúss, frá íbúum við austanverðan Skagafjörð í maí síðastliðnum, sem Byggðaráð hafnaði svo með formlegum hætti í sumar.

Það eru vonbrigði að þrátt fyrir augljósa mismunun á aðstöðu grunnskólanemenda í sveitarfélaginu til íþróttaiðkunar, hefur meirihluti sveitarstjórnar ítrekað hafnað að koma eitthvað til móts við væntingar íbúa. Að lokum var ósk um að gera ráð fyrir tveggja milljóna króna framlagi til undirbúnings á framkvæmdinni, í fjárhagsáætlun ársins 2010 hafnað, og tillaga sama efnis felld á fundi sveitarstjórnar 17. desember síðastliðinn."

Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað: "Meirihluti byggðaráðs hafnar því að mál þetta hafi verið "þvælt" og telur að á allan hátti hafi verið staðið eðlilega að því. Þá er rétt að taka fram að verulegir óvissuþættir eru varðandi 105 mkr. framlag Hofsbótar en það átti m.a. að samanstanda af fjármunum, vinnuframlagi og sjálfboðavinnu. Verið er að byggja nýja sundlaug í Hofsósi þar sem sveitarfélagið leggur til tugi milljóna til framkvæmda tengdum sundlauginni, ásamt því að leggja til árlegt rekstrarfé sem áætla má um 20 ? 30 mkr. á ári. Með komu sundlaugarinnar mun aðstaða barna og unglinga út að austan verða sú besta í Skagafirði. Meirihlutinn mun áfram vinna að úrlausn varðandi íþróttamannvirki út að austan og er þessi afgreiðsla hluti af því."

Páll Dagbjartsson fagnar því að reynt verði að bæta íþróttaaðstöðu barna og unglinga út að austan og væntir þess að íþróttahús rísi innan tíðar.

7.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 154. fundar félags- og tómstundanefndar.

Byggðaráð tekur undir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar. Um er að ræða kostnaðarsama framkvæmd sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Byggðaráð óskar eftir því að Körfuknattleiksdeildin leiti eftir því við KKÍ að kröfu um parketgólf fyrir næsta keppnistímabil verði frestað í ljósi erfiðs efnahagsástands í landinu.

8.Reiðvegur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Málsnúmer 0911117Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

9.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs

Málsnúmer 1001114Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

10.Rammasamningur Ríkiskaupa árið 2010

Málsnúmer 1001181Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning um rammasamning Ríkiskaupa árið 2010. Umsóknarfrestur að rammasamningnum fyrir sveitarfélög er til 15. febrúar 2010.

Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið verði aðili að rammasamningi Ríkiskaupa 2010.

11.Sveitarstjórnarmenn - Íslands þjónar

Málsnúmer 1001152Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi varðandi Evrópusambandið frá aðilum sem kalla sig Íslenska alþýðumenn.

12.Niðurstöður úttektar á sjálfsmatsaðferðum

Málsnúmer 1001211Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2009.

Fundi slitið - kl. 12:08.