Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

464. fundur 22. janúar 2009 kl. 10:00 - 14:35 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Landsmót hestamanna 2010

Málsnúmer 0801012Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs komu Eymundur Þórarinsson, Guðmundur Sveinsson og Agnar H. Gunnarsson til viðræðu um Landsmót 2010 á Vindheimamelum og nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að fara í.
Byggðarráð tekur jákvætt í málið en afgreiðslu frestað.

2.Landsmót LH 2014

Málsnúmer 0901075Vakta málsnúmer

Byggðarráð telur æskilegt að sú uppbygging og góða aðstaða sem nú er fyrir hendi á Vindheimamelum verði áfram nýtt til stórviðburða sem Landsmót hestamanna eru og styður umsókn Gullhyls ehf um að halda Landsmót hestamanna 2014 á Vindheimamelum.

3.Sögusetur ísl. hestsins - styrkbeiðni v.2009

Málsnúmer 0811052Vakta málsnúmer

Arna Bjarnadóttir forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins kom á fundinn í framhaldi af styrkumsókn setursins. Kynnti hún áform um nýtt verkefni er lýtur að uppsetningu sýningar í húsnæði sem vilyrði hefur fengist fyrir. Lagði hún fram viðbótarumsókn um styrk til þess.
Byggðarráð telur verkefnið afar jákvætt og lýsir sig reiðubúið til að leita leiða til stuðnings við það eftir föngum.

4.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki - breytingar

Málsnúmer 0812088Vakta málsnúmer

Byggðaráð ítrekar fyrri bókanir varðandi breytingar á heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi. Óskað er eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá nú þegar afrit af þeim tillögum er liggja fyrir um breytingar á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Þá óskar ráðið einnig eftir upplýsingum um hvaða tillögur hafa verið settar fram um verkaskiptingu innan væntanlegrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Vegna alvarleika málsins óskar byggðarráð eftir fundi með forsætisráðherra til að ræða framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.

5.Gjaldskrá leikskóla

Málsnúmer 0901056Vakta málsnúmer

Lögð fram breyting á gjaldskrá leikskóla sem samþykkt var á 46. fundi fræðslunefndar. Breytingarnar taka gildi frá 1. febrúar 2009.
Byggðarráð staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar.

6.Gjaldskrármál - Umhverfis-og samgöngunefnd

Málsnúmer 0901048Vakta málsnúmer

Lögð fram breytingartillaga frá 38. fundi umhverfis- og samgöngunefndar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun á árinu 2009.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Byggðarráð samþykkir að breyta 3. grein í gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0-2000 ltr. Árgjald 4.300 Tæmingargjald 14.400
Rotþró 2001-4000 ltr. Árgjald 5.000 Tæmingargjald 16.900
Rotþró 4001-6000 ltr. Árgjald 6.000 Tæmingargjald 20.160
Tæmingargjald fyrir rotþró sem er stærri en 6001 ltr. skal vera 3600 kr/m3 fyrir hverja losun.
Aukagjald ef nota þarf barka sem er lengri en 50 mtr. er 5200 kr. fyrir hverja losun.

7.Gjaldskrá fasteignagjalda 2009

Málsnúmer 0812067Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að breyta fyrri samþykkt frá 459. fundi ráðsins um gjaldskrá 2009 vegna fasteignagjalda. Svohljóðandi breytingar gerðar:
Fasteignaskattur A-flokkur hækkar úr 0,45% í 0,50%.
Lóðarleiga íbúðarlóða hækkar úr 1,00% í 1,50%.
Lóðarleiga atvinnulóða hækkar úr 2,00% í 2,50%.

8.Afsl.viðmið elli- og örorkul.þega 2009

Málsnúmer 0901018Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að breyta fyrri samþykkt frá 461. fundi ráðsins um afslátt tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignagjaldaálagningar 2009. Hámarksafsláttur verður kr.50.000 í stað kr. 45.000.

9.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2009 og farið yfir þau. Fjárhagsáætlun 2009 verður afgreidd frá byggðarráði til sveitarstjórnar á fundi ráðsins 27. janúar nk.

10.Rekstrarupplýsingar jan.-nóv. 2008

Málsnúmer 0901050Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar fyrir tímabilið janúar-nóvember 2008 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Fundi slitið - kl. 14:35.