Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

69. fundur 15. október 1999
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 69 – 15.10.1999

    Ár 1999, föstudaginn 15. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Samningur við Umf. Tindastól.
    2. Bréf frá Kaupþingi Norðurlands og bréf frá Hring.
    3. Fjármálaráðstefnan.
    4. Fundargerð frá fundi í Kristinanstad.
    5. Bréf frá Herdísi Jónsdóttur leikskólakennara.
    6. Kaupsamningur um Neskot í Fljótum.
    7. Bréf frá FSNV.
    8. Sala á Skagfirðingabraut 25.
    9. Yfirlit um búferlaflutninga.
    10. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
    11. Bréf frá Indríði Indriðadóttur.
    12. Tækifærisvínveitingaleyfi.
    13. Þingmannafundur.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagður fram samningur við Umf. Tindastól varðandi uppbyggingu og rekstur skíðasvæðis í Tindastóli. Samningurinn samþykktur með þremur atkvæðum. Gísli Gunnarsson og Ingibjörg Hafstað greiða atkvæði gegn honum. Ingibjörg Hafstað leggur fram eftirfarandi bókun:
    #GLÍ fyrsta lagi tel ég ekki tímabært að fara út í samningsgerð við Skíðadeild Tindastóls vegna bágrar stöðu sveitarsjóðs og ennfremur er vinnu við forgangsröðun verkefna við íþróttamannvirki í sveitarfélaginu ekki lokið. Í öðru lagi er málsmeðferð afar ábótavant því samningurinn hefur ekki hlotið efnislega umfjöllun og afgeiðslu í Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd. Auk þess er ekki tekið tillit til athugasemda nefndarinnar sem fram koma í samþykkt frá 15. september. Sérstaklega gagnrýnisvert er að sveitarfélagið skuli ætla að taka lán hjá Skíðadeild Tindastóls og greiða af því 6#PR vexti auk verðbóta. Því mun heildargreiðsla sveitarfélagsins 1. október á næsta ári ekki verða tæpar 5,3 milljónir heldur 8,7 milljónir auk u.þ.b. 2ja milljóna króna í rekstrarframlag.#GL

  2. Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar hf. – Hring og bréf frá Kaupþingi Norðurlands hf. varðandi tillögu að stofnun eignarhaldsfélags á Norðurlandi í samvinnu við Byggðastofnun og sveitarstjórnir. Byggðarráð samþykkir að taka jákvætt í erindið.
  3. Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 8. október 1999, varðandi Fjármálaráðstefnu dagana 28. og 29. október 1999. 
    Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsmenn sæki fundinn ásamt sveitarstjóra, fjármálastjóra og skrifstofustjóra.
  4. Lögð fram til kynningar fundargerð frá vinabæjamóti í Kristianstad 25.- 27. ágúst sl.
  5. Lagt fram bréf frá Herdísi Jónsdóttur, dagsett 5. október 1999, varðandi kjaramál leikskólakennara.
  6. Lagður fram kaupsamningur dagsettur 3. september 1999 vegna Neskots í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
  7. Lagt fram bréf frá Farskóla Norðurlands vestra dagsett 7. október 1999 varðandi rekstrarstyrk fyrir árið 2000. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
  8. Sala á Skagfirðingabraut 25. Byggðarráð samþykkir að selja fasteignina á kr. 8.100.000 til Guðna Kristjánssonar og Kristbjargar Kemp.
  9. Lagt fram til kynningar yfirlit frá Hagstofu Íslands um búferlaflutning tímabilið janúar til september 1999.
  10. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 11. október 1999 varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
  11. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 8. október 1999, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Indríðar Indriðadóttur um endurnýjun á leyfi að selja gistingu á einkaheimili í Lauftúni. Byggðarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina.
  12. Lögð fram umsókn frá Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar um tækifærisvínveitinga-leyfi vegna árshátíðar 6. nóvember 1999. Pétur Einarsson sækir um tækifærisvín-veitingaleyfi vegna móttöku 15. október 1999. Byggðarráð samþykkir þessar umsóknir.
  13. Fundur með alþingismönnum kjördæmisins verður haldinn 26. október 1999, kl. 900.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1135.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
 
Margeir Friðriksson, ritari
Snorri Björn Sigurðsson
..kb