Fara í efni

Eigendafundir Miðgarðs

1. fundur 04. júní 2009 kl. 10:00 í Miðgarði
Fundargerð ritaði: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir starfsm. Markaðs- og þróunarsviðs.
Dagskrá

1.Rekstur Menningarhússins Miðgarðs

Málsnúmer 0812021Vakta málsnúmer

Til fundarins var boðað til að ræða við tvo umsækjendur um rekstur Miðgarðs, sem Menningar- og kynningarnefnd ásamt Oddvita Akrahrepps hafði valið úr hópi þeirra sjö sem sendu erindi um málið. Sjá fundargerð 39.
Fyrst mætti Sigurpáll Aðalsteinsson og gerði grein fyrir umsókn sinni og Kristínar Magnúsdóttur og svaraði spurningum eigenda. Þá mætti Sigurður Skagfjörð og kynnti sínar hugmyndir og svaraði spurningum.
Samþykkt var að ganga til samninga við Sigurpál Aðalsteinsson og Kristínu Magnúsdóttur á grundvelli umsóknar þeirra. Bráðabirgða samningur sem gildir fram til 31. október 2009 en fyrir þann tíma verði gengið frá nýtingaráætlun í samstarfi við sveitarfélögin og aðra eigendur. Þá verður gerður samningur til þriggja ára með ákvæði um endurskoðun haustið 2010 og 2011.

Fundi slitið.