Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

169. fundur 22. febrúar 2011 kl. 09:00 - 11:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Sævar Pétursson íþróttafulltrúi
  • Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt / María Björk Ingvadóttir félagsmálastjóri / frístundastjóri
Dagskrá

1.Lagfæring umhverfis íþróttamannvirki

Málsnúmer 1101198Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd þakkar fyrir ábendingarnar og felur frístundastjóra að sjá til þess að spjöld og körfur á útikörfuboltavöllum verði lagfærð. Nefndin óskar eftir því við stjórn eignasjóðs að sjá til þess að bætt verði úr lýsingu og hugsanlega öðrum þáttum er lúta að öryggismálum við sundlaugina á Hofsósi.

2.Óánægja vegna lækkandi styrkja til vallarumsjónar

Málsnúmer 1101197Vakta málsnúmer

Nefndin þakkar fyrir bréfið en treystir sér ekki til að hækka styrkinn frekar eins og fjárhagsstaðan er í dag. Framlög til íþrótta-og æskulýðsmála lækkuðu milli áranna 2010 og 2011 í sveitarfélaginu. Nefndin ákvað þrátt fyrir það að skerða ekki styrk til vallarumsjónar Neista á árinu.

3.Auglýst eftir umsóknum um Unglingalandsmót 2013 og 2014

Málsnúmer 1102021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 16. Unglingalandsmóts UMFÍ, verslunarmannahelgina árið 2013 og 17. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2014. Byggðaráð hefur lýst yfir eindregnum vilja til að styðja umsókn frá UMSS vegna þessara móta.

Félags-og tómstundanefnd tekur undir þá bókun.

4.91. ársþing UMSS 17, mars 2011

Málsnúmer 1102096Vakta málsnúmer

Málið kynnt.

5.Málefni fatlaðra - yfirfærsla

Málsnúmer 1012178Vakta málsnúmer

Samkomulag sveitarfélaganna á þjónustusvæði málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra lagt fram til kynningar ásamt fleiri gögnum.

6.Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn

Málsnúmer 1102074Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð og dagskrá fræðslufundar Sambands ísl. sveitarfélaga um félagsþjónustu. Fundurinn verður haldinn á Sauðárkróki 19. apríl n.k.

7.Reglur um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum.

Málsnúmer 1009169Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu á 10. gr. reglna um niðurgreiðslu dagvistar barna á einkaheimilum lögð fram til kynningar. Endanleg ákvörðun verður tekin á næsta fundi.

8.Jafnréttisáætlun 2010-2014

Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram minnisblað um og drög að jafnréttisáætlun.

9.Beiðni um undanþágu á niðurgr.

Málsnúmer 1101143Vakta málsnúmer

Samþykkt undanþága frá aldursmörkum, sjá trúnaðarbók

10.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál

Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer

Samþykkt 6 beiðnir í 5 málum

Fundi slitið - kl. 11:25.