Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

181. fundur 13. desember 2011 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Lína Dögg Halldórsdóttir varam.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Sigríður Arndís Jóhannsdóttir forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá
Frítstundastjóri, umsjónarmaður íþróttamannvirkja og forstöðumaður Húss Frítímans sátu fundinn undir fyrri liðnum. Félagsmálastjóri tók síðan við fundarstjórn.

1.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2012

Málsnúmer 1110202Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða og leggur til við Byggðaráð hækkun gjaldskrár íþróttamannavirkja. Frá næstu áramótum gildi eftirfarandi gjaldskrá:

Sundlaugar:

Börn að 18 ára aldri m.lögheimili í Sveitarfélaginu frítt

Eldri borgara m.lögheimili í Sveitarfélaginu frítt

Öryrkjar m.lögheimili í sveitarfélaginu frítt

Önnur börn yngri en 16 ára kr. 200

10 miða kort barna kr. 1.500

Aðrir öryrkjar kr. 200

Fullorðnir kr. 500

10 miða kort fullorðinna kr. 4.000

30 miða kort fullorðinna kr. 7.500

Árskort fullorðinna kr. 28.000

Árskort til starfsmanna Sv.félagsins kr.22.000

Gufubað innifalið í aðgangi

Infra-rauð sauna innifalið í aðgangi

Sundföt kr. 400,-

Handklæði kr. 400,-

Íþróttasalir:

Sauðárkr. - 1/1 salur kr. 9.300,-

Sauðárkr. - 2/3 salur kr. 6.600,-

Sauðárkr. - 1/3 salur kr. 3.600,

Sauðárkr. - búningsaðstaða kr. 1.500,-

Sauðárkr. - þreksalur kr. 2.000,-

Barnaskóli Freyjugötu litli salur kr. 3.600,-

Varmahlíð salur kr. 6.600,-

Nefndin leggur jafnframt til að gjaldskrá Húss Frítímans verði eftirfarandi frá áramótum:

Fundur < 3 tímar, < 20 manns kr 3.000,-

Fundur/Ráðstefna < 3 tímar ,< 50 manns kr 7.000,-

Afmæli kr 7.000,-

Fundur/Ráðstefna >3 tímar, < 50 manns kr 8.500,-

Fundur/Ráðstefna > 3 tímar, > 50 manns kr 13.000,-

Fundur/Ráðstefna > 3 tímar, > 100 manns kr 20.000,-

Gjald f. markaði góðgerðafélaga/?opið hús?, < 8 tímar. kr 10.000,-

Leiga fyrir veislur / verslunarmarkaði eða sambærilegt kr 40.000,-

Nefndin áréttar fyrri bókun um að leigusamningur við Flugu er ekki hluti af þeim ramma sem hér er lagður fram. Forstöðumanni íþróttamannvirkja er falið að útfæra breytingar á afgreiðslutíma sundlauga sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer

Félags og tómstundanefnd samþykkir samhljóða og leggur til við Byggðaráð að áætlaður rammi félagsmálaliða verði hækkaður um kr 9.126.000 frá upphaflegum ramma Byggðaráðs og verði því kr 144.463.000. Gert er ráð fyrir að tekjur og útgjöld vegna málefna fatlaðra standist á.

Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:

1) að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum, þannig að grunnfjárhæð hækkar úr kr. 124.500 í kr. 132.450 .

2) að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt. Gjaldskrá verði yfirfarin í byrjun árs með hliðsjón af framboði leikskólaplássa.

3) að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði miðað við launaflokk 123-1 skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, 6% persónuálag, kr.1.943 í stað 1.841 kr .

4) að daggjald notenda í dagvist aldraðra verði hækkað úr 1.150 kr í kr. 1.200.

Fundi slitið - kl. 15:00.