Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

2. fundur 04. júlí 2002

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 2 – 04.07.2002

             Ár 2002, fimmtudaginn 4. júlí kl. 1600, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
           
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Hapra Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson, menningar- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. 

DAGSKRÁ:
                1.      Kjör ritara.
  
             2.      Starfshættir nefndarinnar 
        Tómstunda- og æskulýðsmál
  
             3.      Kynnt innkomin erindi.
        Húsnæðismál

  
             4.   Lögð fram skýrsla nefndar um skoðun á félagslega íbúðakerfinu.
  
    Félagsmál
  
             5.      Dagvist aldraðra. Kynning og ræddar hugmyndir um aukna þjónustu.
                6.      Trúnaðarmál.
  
             7.      Lagðar fram til umræðu reglur um fjárhagsaðstoð með hliðsjón af
                      samþykkt sveitarstjórnar frá 10. júní 2002 um afgreiðsluheimildir
                      félagsmálastjóra.
  
             8.      Lagt fram að nýju erindi varðandi niðurgreiðslu barns á einkaheimili.
  
             9.      Lagt fram bréf systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi, dags. 10. júní
                      2002.  Byggðaráð óskar umsagnar félagsmálanefndar um erindið.
  
             10.  Önnur mál. 
AFGREIÐSLUR: 
1.                  1.    Formaður bar upp tillögu um að Harpa Kristinsdóttir yrði ritari Félags- og
       tómstundanefndar.  Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast hún réttkjörin.
 
2.                  2.    Samþykkt að nefndin fundi framvegis annan hvorn þriðjudag kl. 15.00. 
       Vegna sumarleyfa verður næsti fundur nefndarinnar í ágúst.
 
Tómstunda- og æskulýðsmál
3.    a)  Erindi frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar dags. 31. maí 2002 þar sem óskað
            er eftir stuðningi frá sveitarfélaginu í formi vinnuframlags unglingavinnu.  Ómari
            Braga falið að vinna málið áfram í samráði við vinnuskólann og Skógræktarfélagið.

       b)    Erindi frá Bandalagi íslenskra skáta þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við
            verkefnið “Við leitum að leiðtogum”.  Samþykkt að kynna erindið fyrir
            skátahreyfingunni í Skagafirði.
      c)      Erindi frá Hestamiðstöð Íslands dags. 4. júní 2002, varðandi árangursverðlaun
            barna og unglinga á Landsmóti hestamanna 2002 þar sem óskað er eftir stuðningi
            sveitarfélagsins við verkefnið.  Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur Ómari
            Braga að vinna áfram að málinu.
      d)      Ákveðið að leggja til við Byggðaráð að laun í unglingavinnu hækki um 3#PR frá
            fyrra ári.
      e)      Erindi dags. 9. maí 2002, frá Friðriki Inga Rúnarssyni landsliðsþjálfara í körfubolta.
           
Óskað er eftir stuðningi við Axel Kárason leikmann Tindastóls sem valinn hefur
            verið í landslið sem fór til keppni erlendis.  Samykkt að styrkja Axel um 15.000.- 

Ómar Bragi vék af fundi. 

 Húsnæðismál
Elsa Jónsdóttir skrifstofustjóri mætir á fund nefndar.
4.         a)  Samþykkt eitt viðbótarlán (sjá innritunarbók).
b)  Beiðni um að innleysa íbúð á Víðigrund 26.  Samþykkt.
     Samþykkt að leigja íbúðina (sjá innritunarbók)
c)  Samþykkt að leigja Jöklatún 5 í eitt ár.  (sjá innritunarbók)
d) Skýrsla nefndar um skoðun á félagslega íbúðakerfinu kynnt og rædd.
    Ásdís Guðmundsdóttir og Elsa Jónsdóttir gera grein fyrir starfi nefndarinnar.
 
Elsa vék af fundi. 
Félagsmál
5.                 
Elísabet Pálmadóttir mætir á fundinn og gerir grein fyrir starfi við Dagvist aldraðra
            ásamt því að leggja fram greinargerð varðandi starfsemina.  Meðal annars ræddar
            hugmyndir um að auka þjónustu við einstaklinga í dreifbýli og hvernig megi mæta
            aksturskostnaði vegna þess.  Félags- og tómstundanefnd telur rétt að bíða með
  
         frekari ákvarðanatöku þar til endurskoðun fjárhagsáætlunar liggur fyrir.
6.                 
Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarbók. 
7.                  Lagðar fram tillögur félagsmálastjóra um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. Ákvörðun frestað til næsta fundar.
8.                  Endurupptaka máls.  Erindi Ásmundar Pálmasonar og Ritu Didriksen varðandi niðurgreiðslu dagvistar barns á einkaheimili, tímabundið utan sveitarfélagsins. 
Félags- og tómstundanefnd samþykkir umsóknina fyrir júní – ágúst 2002.
 
9.                  Félagsmálastjóra falið að ganga frá umsögn til Byggðaráðs í ljósi umræðna á fundinum. 
10.              Önnur mál 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15