Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

11. fundur 06. janúar 2003
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 11 – 6.01.2003

             Ár 2003, mánudaginn 6. janúar kl. 1530, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson, menningar,- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð. 
DAGSKRÁ: 
Félagsmál
1.      Trúnaðarmál.
2.      Lögð fram gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði.
3.      Lögð fram gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
 
Íþrótta- og æskulýðsmál
4.      Bréf frá Samkeppnisstofnun, dags. 2. janúar  2003.
5.      Tillaga að skiptingu tíma í Reiðhöllinni, skv. samkomulagi sveitarfélagsins
      við Flugu.

Félagsmál/Íþrótta- og æskulýðsmál
6.   Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. 

Önnur mál
AFGREIÐSLUR:  
Félagsmál
            
1.   Trúnaðarmál færð í trúnaðarbók.

             2.   Samþykkt breyting á gjaldflokkum vegna heimaþjónustu sem hér segir:
Gjaldflokkur:
Tekjumörk einstaklinga kr/mán.
Allt að 92.620 kr. pr. mán (var 87.015)               0 kr/klst
Á bilinu 92.621-138.930 kr/mán                         315 kr/klst (var 285)
Á bilinu 138.931-162.085 kr/mán                       474 kr/klst (var 428)
Yfir 162.086 kr/mán                                           947 kr/klst (var 856) 

  Tekjumörk hjóna kr/mán
  Allt að 138.930 kr/mán (var 133.539)                     0 kr/klst
  Á bilinu 138.931-208.935 kr/mán                       315 kr/klst (var 285)
  Á bilinu 208.396-243.128 kr/mán                       474 kr/klst (var 428)
  Yfir  233.692 kr/klst                                           947 kr/klst (var 856)

         Tillagan samþykkt og vísað til Byggðarráðs.
           3.   Tillaga um hækkun á gjöldum vegna ferðaþjónustu fatlaðra:
     Mánaðargjald verði hækkað úr 2.000 kr. í 2.100 kr.
  
  Stakar ferðir verði hækkaðar úr 200 kr. fyrir hverja ferð í 250 krónur.
     Tillagan samþykkt og vísað til Byggðaráðs. 
Íþrótta- og æskulýðsmál
           4.   Lagt fram afrit af bréfi frá Samkeppnisstofnunar, varðandi gjaldtöku á þjónustu
   íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu þar sem fram kemur að Samkeppnisstofnun
   telur ekki ástæðu til frekari afskipta að svo komnu máli.

         5.   Lögð fram tillaga að skiptingu tíma fyrir árið 2003 í Reiðhöllinni Svaðastöðum samkv. samningi við Flugu hf. sem var undirritaður 27. des. 2000.
Afgreiðslu frestað 

      Félagsmál/Íþrótta- og æskulýðsmál
           6.   Vinna við fjárhagsáætlun
  Farið yfir drög að fjárhagsáætlun og þeim vísað til Byggðarráðs og fyrri
  umræðu í sveitarstjórn.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.35