Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

16. fundur 08. apríl 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 16 –þriðjudaginn 8. apríl 2003

 
Fundur í Iðjunni, Aðalgötu 21, Sauðárkróki kl. 15:30
 
 
Dagskrá:
 
Félagsmál
1.     
Iðja – Hæfing, starfsemi og aðstaða
2.     
Lögð fram að nýju drög að reglum um forgangsröðun við úthlutun
      félagslegra leiguíbúða ásamt upplýsingablaði með umsókn
3.      Yfirlit og verklagsreglur vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu lækniskostnaðar
       hjá sérfræðingi
4.      Trúnaðarmál
 

Önnur mál
5.      Erindi vegna reiðþjálfunar fatlaðra
6.      Erindi vegna tækja í íþróttahúsi
 

 
AFGREIÐSLUR
 
1.      Steinunn Guðmundsdóttir forstöðumaður Iðju-hæfingar segir frá starfseminni á vinnustaðnum og nefndarmenn skoða húsnæðið.
2.      Samþykktar tillögur um reglur um húsnæðismál og vísað til Sveitarstjórnar.
3.      Málinu vísað til starfsmanna til frekari úrvinnslu.
4.      Trúnaðarmál rituð í trúnaðarbók.
5.      Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur formanni og sviðsstjóra að taka við stjórn Flugu um endurskoðun samnings um tímafjölda.
6.      Vísað til forstöðumanns íþróttahúss.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.45.