Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

32. fundur 03. febrúar 2004

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 32 – 03.02.2004

 
 
            Ár 2004, þriðjudag 3. febrúar kl. 16:00, var haldinn fundur í  Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir voru:  Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir, en af hálfu starfsmanna Gunnar Sandholt, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson
      
Dagskrá
1.      Rekstur íþróttamannvirkja
2.      Styrkumsóknir til menntamálaráðuneytisins vegna félagsstarfs fyrir börn og ungmenni
3.      Samningur við Júlíus R. Þórðarson, kt. 020553-3919, og Rósu Adolfsdóttur,        kt. 040457-3729, um heimsendingu matar
4.      Húsaleigubætur: Lagt fram bréf Félagsmálaráðuneytis um greiðsluprósentu Jöfnunarsjóðs vegna húsaleigubóta 2004
5.      Drög að samkomulagi varðandi Dagvist aldraðra milli Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og sveitarfélagsins
6.      Samræming reglna um systkinaafslátt á leikskólum og niðurgreiðslur vegna dagvistar barna á einkaheimilum
7.      Erindi frá Íþróttafélagi fatlaðra
8.      Uppreiknuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu
9.      Önnur mál
 
Afgreiðslur
1.      1.1 Nefndin hefur farið kynnisferð til nokkurra sveitarfélaga og kynnt sér fyrirkomulag rekstrar á íþróttamannvirkjum. Nefndin ræddi  það sem fyrir augu bar. Nefndin telur rétt að kanna hvort unnt sé að ná fram betri samnýtingu varðandi umsjón íþróttasvæða/-mannvirkja með efldu samstarfi við íþróttafélögin/deildir þeirra í sveitarfélaginu.
1.2 Félags- og tómstundanefnd leggur til við byggðarráð að kannaður verði vilji nágrannasveitarfélaga vestan Skagafjarðar (Blönduóss og Skagastrandar) á því að koma að rekstri og skipulagi skíðasvæðisins í Tindastóli. Slíkar hugmyndir hafa m.a. komið fram hjá skíðadeildarmönnum. Nefndin telur mikilvægt að haldið verði áfram markvissri uppbyggingu á svæðinu. Fleirum mun reynast það léttara og ekki þarf háar upphæðir á hverju ári til að gera þetta svæði enn betra og áhugaverðara.

 
2.      Æskulýðs- og tómstundafulltrúi kynnir auglýsingar um ýmsa styrkjamöguleika sem tengjast æskulýðsstarfi. Félags- og tómstundanefnd felur æskulýðs- og tómstundafulltrúa að ganga frá umsóknum til Æskulýðssjóðs Evrópuráðsins gegnum Menntamálaráðuneytið sem miða að því efla félagsstarf ungmenna í smáum eða einangruðum byggðum.
 
3.      Félags- og tómstundanefnd samþykkir samninginn og vísar honum til samþykktar byggðarráðs.
 
4.      Félags- og tómstundanefnd beinir því til byggðarráðs og sveitarstjóra að hafa samráð við samtök sveitarfélaga um viðræður við ríkisvaldið um aðkomu þess að fjármögnun húsaleigubóta, en ríkið hefur dregið úr framlögum til húsaleigubótakerfisins, eftir að þær urðu skylda sveitarfélaganna og heimildir rýmkaðar.
 
5.      Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra að ganga frá samkomulagi við Heilbrigðisstofnun á þeim nótum sem fyrir liggja og leggja fyrir nefndina.
 
6.      Nefndin ákveður að fela formanni og sviðsstjóra að taka upp viðræður við fræðslu- og menningarnefnd.
 
7.      Nefndin lýsir ánægju með að Íþróttafélag fatlaðra stefnir að því að koma og kynna frjálsíþróttaiðkun fatlaðra fyrir íþróttaunnendum og öðru áhugafólki í maíbyrjun n.k. Nefndin felur fræðslu- og íþróttafulltrúa að sjá um að þeir fái aðstöðu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki til kynningarinnar.
 
8.      Félags- og tómstundanefnd samþykkir framreikning gjaldskrár heimaþjónustu. Breytingar taka mið af samningsbundnum launabreytingum starfsmanna um áramót og eru til samræmis við reglur sveitarfélagsins.
 
9.      Önnur mál
ü      Lagt fram bréf Heilbrigðis- og tryggingarráðuneytisins um greiðslu gjalds vegna viðhaldskostnaðar húsnæðis sem dagvist aldraðra nýtir. Gjaldið 2004 er 630 þús. krónur fyrir Dagvist aldraðra í Skagafirði og rennur til Heilbrigðisstofnunar, sbr. drög að samkomulagi þar um.
ü      Lögð fram beiðni Félags heyrnarlausra um styrk. Synjað
ü      Lögð fram beiðni Stígamóta um styrk.
Samþykkt að veita 25.000 kr. styrk.

ü      Lögð fram beiðni Kvennaathvarfsins um rekstarstyrk.
Samþykkt að veita 25.000 kr. styrk.

ü      Lögð fram beiðni Götusmiðjunnar um rekstrarstyrk. Synjað.
ü      Lagt fram til kynningar bréf rektors Háskóla Íslands, dags. 11.12.03 um ásamt vinnuplagginu Ríki mennskunnar, Eitt samfélag fyrir alla; Siðferðileg áhersla 21. aldarinnar.
ü      Lagt fram til kynningar bréf Félagsmálaráðuneytisns um Evrópuár fatlaðra, dags. 14. janúar 2004.
ü      Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ 2004, dags. 28.01.2004, varðandi aðkomu Vinnuskólans að landsmótinu næstkomandi sumar. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur æskulýðs- og tómstundafulltrúa framkvæmd málsins.
ü      Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuhóps ÍSÍ “Íþróttaiðkun án endurgjalds, nóvember 2003”.
 
 
Fundi slitið kl. 18:15