Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

41. fundur 09. júní 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 41 –  09.06.2004
 
Ár 2004, miðvikudaginn 9. júní kl. 14.30, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir.             Áheyrnarfulltrúar: Eyþór Einarsson og Guðmundur Þór Guðmundsson. 
Af hálfu starfsmanna:  María Björk Ingvadóttir og Gunnar Sandholt, sem ritaði fundargerð.
 
dagskrá:


Íþróttamál
  1. Tekið fyrir að nýju mál frá síðasta fundi nefndarinnar en þá var ákveðið að veita 250.000 kr. til vallarframkvæmda við völl Skotfélagsins, tekið af liðnum “Íþróttavellir utan Sauðárkróks”. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 3.6. s.l. að vísa málinu aftur til Félags- og tómstundanefndar til frekari umfjöllunar.
 
  1. Fundur með Erlendi Kristjánssyni, deildarstjóra Íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins.
 
afgreiðslur:


  1. Málið rætt að nýju og farið yfir forsendur fyrri afgreiðslu. Nefndin telur rétt, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og með hliðsjón af samningum sveitarfélagsins og Landsmótsnefndar, að veita umræddan styrk til framkvæmda á skotvellinum. Þessi styrkur rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar. Nefndin telur þó að athuguðu máli unnt að lækka styrkinn í 200.000.
 
  1. Fulltrúi menntamálaráðuneytisins og nefndin skiptust á upplýsingum og skoðunum.
 
 
            Fundi slitið kl 16:30
            Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað.