Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

46. fundur 13. september 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 46 –  13.09.2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 13. september kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir. Auk þeirra af hálfu starfsmanna Gunnar M. Sandholt, sem ritaði fundargerð, Rúnar Vífilsson undir dagskrárliðum 1 – 4, og Árdís Freyja Antonsdóttir undir dagskrárlið 5.  
 
 
dagskrá:
Íþróttamál
1.      Skipan starfshóps til að gera tillögur um framtíð  sundlaugar á Sauðárkróki.
2.      Skipan starfshóps til að gera tillögur varðandi markaðs­setningu og nýtingu íþróttasvæðanna í Skagafirði.
3.      Rekstur íþróttamannvirkja
4.      Rekstrarstaða íþróttamála 31.8.2004
Félagsmál
5.      Trúnaðarmál
6.      Rekstrarstaða félagsmála 31.8.2004
Önnur mál
7.      Verkefnalisti nefndarinnar fram til áramóta
 
afgreiðslur:
 
1.      Samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp um sundlaugina. Hópinn skipa Hallgrímur Ingólfsson, Guðmundur Jensson, Bryndís Þráinsdóttir, Jón Ingi Sigurðsson, Sigurjón Gestsson og Rúnar Vífilsson, fræðslu- og  íþróttafulltrúi, sem leiðir starfshópinn og kallar hann saman.
   
2.      Samþykkt erindisbréf um kynningu og nýtingu íþróttasvæðanna. Hópinn skipa Auður Aðalsteinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson,  Viggó Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri, sem leiðir hópinn. Með hópnum starfar einnig Gunnar Sandholt, sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs. Samþykkt að leita jafnframt til eins aðila utan þéttbýlisins um að taka sæti í hópnum.
 
3.      Rætt um rekstur íþróttamannvirkja. Ákveðið að halda umræðum áfram á næsta fundi.
 
4.      Lagt fram yfirlit yfir rekstarstöðu gjaldaliða íþróttmála. Staðan er viðunandi.
 
5.      Synjað í tveimur málum beiðnum um fjárhagsaðstoð sem lagðar voru fram og frestað á síðasta fundi. Kynnt umsókn Byggðasamlags málefna fatlaðra um leigu á félagslegri íbúð undir búsetuúrræði. Sviðsstjóra falið að vinna áfram í málinu, sjá trúnaðarbók.
 
6.      Lagt fram og yfirfarið yfirlit yfir rekstrarstöðu félagsmála. Rekstrarstaða félagsmála er viðunandi.
 
 
7.       
a)      Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Léttfeta, sem biður um viðræður. Starfsmönnum falið að ræða við Léttfetamenn.
b)      Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 12. september 2004 um úrskurðarnefnd félagsþjónustu.
c)      Kynnt námskeið um jafnréttismál 16. september 2004
d)      Kynnt uppsagnarbréf Ómars Braga Stefánssonar, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, dags. 9. september 2004, sbr. ráðningarsamning hans dags. 22.4.2003. Jafnframt kynnt að María Björk Ingvadóttir, sem gegnt hefur starfinu í leyfi Ómars Braga, hefur verið ráðin ótímabundið í stöðu æskulýðs- og tómstundafulltrúa frá 1. október n.k. Nefndin þakkar Ómari Braga fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
e)      Lagt fram samkomulag milli sviðsstjóra og formanns stjórnar Ljósheima um aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara út árið. Samkomulagið rúmast innan fjárheimilda.
f)        Lagt fram bréf norrænu æskulýðsnefndarinnar um ráðstefnuna “Ungt fólk, lýðræði og þáttaka” sem haldin verður á Selfossi 21. – 22. október n.k.
g)      Lögð fram styrkbeiðni frá Afli - systursamtökum Stígamóta – á Norðurlandi, dags. 21.7.04. Erindinu synjað.
h)      Rætt um verkefnalista nefndarinnar.
 
Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 18:00