Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

47. fundur 28. september 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 47 –  28.09.2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 28. september kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir og Elinborg Hilmarsdóttir. Harpa Kristinsdóttir boðaði forföll og varamaður gat ekki mætt. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt, Elsa Jónsdóttir og Árdís Antonsdóttir.
 
dagskrá:
      Húsnæðismál
1.      Úthlutanir félagslegra leiguíbúða
2.      Viðbótarlán
Félagsmál
3.      Trúnaðarmál
4.      Félagsleg heimaþjónusta.
Íþróttamál
5.      Rekstur íþróttamannvirkja
6.      Erindi frá Trausta Sveinssyni á Bjarnargili
Önnur mál



afgreiðslur:
1.      Úhlutað tveimur leiguíbúðum: Víðimýri 10, 3 herb. og Víðimýri 4,  4 herbergi.
2.      Samþykkt 10 viðbótarlán, sjá innritunarbók. Upplýst að sveitarfélagið fékk 15 milljóna króna viðbótarheimild sem sótt var um.
3.      Samþykktar tvær beiðnir í tveimur málum, sjá trúnaðarbók
4.      Kynning og umræður um stöðu heimaþjónustunnar. Rekstrarstaðan er almennt góð. Samþykkt að endurskoða reglur um félagslega heimaþjónustu.
5.      Málið rætt.
6.      Lagt fram erindi frá Trausta Sveinssyni þar sem hann fer fram á 500 þús kr. styrk til undirbúnings hátíðarhalda vegna 100 ára afmælis fyrsta skíðamótsins á Íslandi. Fyrir liggur að skíðaþing 2004 sem haldið var á Ísafirði samþykkti að fela stjórn SKÍ að minnast þessa atburðar, og hefur verið stofnuð sérstök afmælisnefnd sambandsins af þessu tilefni. Jafnframt liggur fyrir að atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar hefur sýnt hugmyndinni velvilja. Félags- og tómstundanefnd telur framkomnar hugmyndir áhugaverðar og að rétt sé að bíða frekara frumkvæðis frá SKÍ sem hefur tekið málið upp á sína arma.
Önnur mál
a)      Ræddur verkefnalisti nefndarinnar
b)      Lagt fram bréf UMSS og UMFT frjálsíþróttadeild varðandi tíma í Reiðhöllinni. Sviðsstjóra falið að koma með tillögu um afgreiðslu málsins
c)      Lagt fram til kynningar erindi dags. 23.7.04 um samvinnu göngudeildar SÁÁ á Akureyri og Fjölskylduþjónustunnar. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með þessa samvinnu og samþykkir að halda samstarfinu áfram á þeim grunni sem lýst er í bréfinu.
 
Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 18:00