Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

48. fundur 20. október 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 48 –  20.10.2004
 
Ár 2004, miðvikudaginn 20. október kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt og María Björk Ingvadóttir.
 
dagskrá:
Æskulýðs og tómstundamál
1.      Bókun Byggðarráðs varðandi Hús frítímans ásamt greinargerð Félags eldri borgara, dags. 7. september 2004 um sama málefni.
2.      Lagt fram að nýju bréf Félags eldri borgara, dags. 1. september 2003 varðandi aðstöðu til tómstundastarfs.
3.      Forvarnaverkefnið “Geymslan”.
4.      Verkefnið “Culture beyond generations and countries”
Félagsmál
5.      Trúnaðarmál
 
Önnur mál
6.      Lagt fram bréf Sigurlaugar Gunnarsdóttur, dags. 20. október 2004, fyrir hönd hóps kvenna eldri borgara, varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir eldri borgara.
7.      Rædd bókun fræðslu- og menningarnefndar frá 13. október varðandi fund um mótun heildstæðrar stefnumótunar fyrir fjölskyldu- og þjónustusvið.

afgreiðslur:

  1. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri, mætti á fundinn og gerði grein fyrir bókun byggðarráðs frá 13. október s.l. varðandi hús frítímans.
    Félags- og tómstundanefnd leggur áherslu á að ekki verði horfið frá hugmyndum um “Hús frítímans” þrátt fyrir að ekki sé búið að tryggja húsnæði undir starfsemina.
  2. Ákveðið að boða stjórn Félags eldri borgara á fund nefndarinnar á næstunni.
  3. Lögð fram bréf varðandi samstarfssamning um Geymsluna frá Sýslumanni, dags. 1. september 2004 , frá Sauðárkrókskirkju, dags. 14. september 2004 og frá skólameistara FNV, dags. 28. september 2004.
    Félags- og tómstundanefnd leggur áherslu á að sveitarfélagið stendur við stofnsamning Geymslunnar um forvarnastarf  o.fl. dags. 10. desember 2002.
    Í 11. gr. samningsins er gert ráð fyrir að endurskoðun verkefnisins fari fram nú á haustmánuðum. Nefndin felur starfsmönnum að fylgja því máli eftir.
  4. Um er að ræða evrópskt samstarfsverkefni, þar sem stefnt er að því að kynslóðir, ungmenni og eldri borgarar, vinni saman á sviði menningar. Sótt verður um styrk til sjóðs Evrópubandalagsins “Culture 2000”. Nefndin mælir með því að áfram verði unnið að undirbúningi og felur æskulýðs- og tómstundafulltrúa að ganga frá umsókn um styrk í verkefnið.
  5. Samþykkt aðstoð í 3 málum, synjað í einu. Tveim beiðnum frestað. Sjá trúnaðarbók.
  6. Málið rætt og afgreiðslu frestað.
  7. Sviðsstjóra falið að undirbúa sameiginlegan fund með fræðslu- og menningarnefnd.