Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

53. fundur 17. desember 2004
 
Ár 2004, föstudaginn 17. desember kl. 14.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Árdís Antonsdóttir, María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson og Gunnar M. Sandholt, sem ritaði fundargerð
 
Dagskrá:
  1. Gjaldskrár vegna íþróttamannvirkja
  2. Lagt fram bréf Léttfeta, dags. 24.11.2004
  3. Lagt fram bréf til Byggðarráðs, dags. 24.11.2004, m.a. vegna Geymslunnar
  4. Húsnæðismál Geymslunnar
  5. Gjaldskrár og viðmiðunarmörk vegna félagsmála
  6. Ferðaþjónustu fatlaðra
  7. Staða fjárhagsáætlunar
  8. Trúnaðarmál
  9. Húsnæðismál
  10. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.              Samþykkt að hækka gjaldskrá sundlauganna á Sauðárkróki og á Sólgörðum til samræmis við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Varmahlíðarskóla. Jafnframt ákveðið að afsláttarkort skuli gilda milli sundlauganna þriggja.
Ákveðið að segja upp samningi við FNV um leigu íþróttahúss miðað við 1. janúar n.k. og óska eftir viðræðum um nýjan samning.
Starfsmönnum falið að gera tillögu um útleigu tækjasalar með hliðsjón af samkeppnisreglum svo að tillit sé tekið til þess að einkaaðilar hafa nú hafið rekstur líkamsræktarstöðvar á Sauðárkróki.

 
2.              Ákveðið að veita styrk til Léttfeta að upphæð 200.000 kr.
 
3.              Bréfið kynnt til undirbúnings umræðna við stjórn Bifrastar. Málið verður rætt frekar í tengslum við endurskoðun samnings um Geymsluna.
 
4.              Fundað með Bifröst um hugsanlegan leigusamning. Á fundinn mættu Karl Bjarnason, Sigrún Alda Sighvatsdóttir og Sigurveig Þormóðsdóttir og einnig Guðbrandur Guðbrandsson frá leikfélaginu.
 
5.              Gjaldskrár:
A) Samþykkt að hækka gjaldskrá heimaþjónustu sem nemur launahækkun skv. kjarasamningum þannig að miðað verði við l.fl. 114, þrep 7, í kjarasamningi SFS með álagi, orlofi og launatengdum gjöldum kr.1.107.
Viðmið vegna undanþága verða hin sömu og áður, og hækka þau til jafns við tryggingabætur. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2005.
B) Samþykkt að hækka mánaðarkort vegna ferðaþjónustu fatlaðra í 2.300 kr. frá 1. janúar 2005. Verð fyrir stakar ferðir óbreytt.

 
Viðmiðunarmörk:
C) Samþykkt að viðmiðunarmörk fjárhagsaðstoðar verði hin sömu og í leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins, þ.e. miðað skuli við örorkulífeyri, tekjutryggingu örorkulífeyrisþega og heimilisuppbót, samtals 83. 500 kr. frá 1. janúar 2005. Aðrar viðmiðunarupphæðir verði óbreyttar.
D) Niðurgreiðsla á mánuði vegna dagvistunar á einkaheimilum verði 12.850 kr. fyrir einstæða foreldra og 10.000 kr. fyrir hjón, gildistími frá 1. janúar 2005.


6.              Ljóst er að endurnýja þarf bifreiðakost ferðaþjónustunnar. Sviðsstjóra falið að vinna áfram í málinu.
 
7.              Málið rætt.
 
8.              Samþykkt aðstoð í 5 málum en 1 erindi synjað.
 
9.              Staðfestar úthlutanir leiguíbúða: Víðimýri 10, 3ja herb., Grenihlíð 30, 2ja herb., Víðimýri 6, 3ja herb., Laugatún 3, 4ra herb., Laugatún 7, 5 herb., Jöklatún 4, 3ja herb. og  Víðimýri 6, 3ja herb.,  sjá innritunarbók.
 
10.          a) Lagt fram til kynningar bréf frá UMF Neista þar sem farið er fram á styrk vegna vallarframkvæmda á Hofsósi.
 
Fleira ekki gert. Upplesið og staðfest. Fundi slitið kl. 16.55