Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

55. fundur 01. febrúar 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 1. febrúar kl. 15.30, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson, Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt, sem ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
  1. Trúnaðarmál
  2. Húsnæðismál
  3. Málefni íþróttaskólans
  4. Akstur á skíðasvæðið, tilraunaverkefni í tvo mánuði
  5. Skipulag íþróttamannvirkja á Sauðárkróki
  6. Tækjakaup vegna íþróttavalla
  7. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.      Samþykkt fjárhagsaðstoð í einu máli, en beiðni hafnað í öðru máli, sjá trúnaðarbók.
 
2.      Samþykkt úthlutun 4gra herbergja íbúðar í Skógargötu 2, sjá innritunarbók.
 
3.      Frestað fundi með forsvarsmönnum íþróttaskólans vegna forfalla.
 
4.      Samþykkt að veita allt að 93.000 kr. af gjaldaliðum íþrótta- og æskulýðsmála í tilraunaverkefni með almennar ferðir á skíðasvæðið í Tindastóli 5. febrúar – 5. apríl. Skilað verði árangursskýrslu um verkefnið að því loknu. Leitað verði samvinnu við atvinnu- og ferðamálanefnd um framkvæmd og viðbótarfjármögnun.
 
5.      Málið rætt.
 
6.      Áætla má að kostnaður við uppbyggingu allra íþróttavalla í Skagafirði hafi verið að minnsta kosti um 300 milljónir. Sérfræðingar hafa skoðað vellina og leggja á það áherslu að unnið sé skipulega að því að ná þeim sléttum og viðhalda þeim þannig. Það verður ekki gert með viðunandi árangri nema rétt tæki séu fyrir hendi. Félags- og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að 1 #PR af áætluðum byggingarkostnaði verði varið í kaup á tækjum sem nýtast öllum íþróttasvæðunum í Skagafirði. Sveitarfélagið rekur sjálft íþróttasvæðin á Flæðum og Nöfum fyrir utan golfvöllinn, en veitir rekstrarstyrk til íþróttavallanna utan Sauðárkróks. Nefndin leggur til að tekið verði lán til fimm ára hjá fjármögnunarfyrirtæki fyrir þessum kaupum og upphæðir sem nemi afborgunum hvers árs verði teknar af rekstarstyrkjum og fjárhagsáætlun svæðanna.
 
7.      Önnur mál
          a)   Lögð fram skýrsla starfshóps um uppbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks o.fl.               Efni skýrslunnar verður rætt á komandi fundum.     
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.05.
Upplesið og staðfest rétt bókað.