Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

62. fundur 25. maí 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 62 –  25.05.2005
 
            Ár 2005, miðvikudaginn 25. maí var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir og Ársæll Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, sem skrifaði fundargerð, Rúnar Vífilsson og María Björk Ingvadóttir.
 
Dagskrá:
  1. Styrkbeiðni vegna íþrótta- og leikjastarfs í Fljótum
  2. Styrkbeiðni frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra vegna Evrópumóts í Portúgal
  3. Bréf frá Knattspyrnuskóla Íslands/Bjarna Konráðssyni
  4. Fyrirspurn frá skólastjórum grunnskóla varðandi aðgang skólahópa að sundlaugum
  5. Hljóðkerfi í Íþróttahúsið Sauðárkróki
  6. Málefni Vinnuskólans
  7. Fundur með forsvarsmönnum skátastarfs á Sauðárkróki
  8. Málefni Geymslunnar
  9. Starfsnám í Skagafirði – atvinnuátak vegna atvinnulausra ungmenna
  10. Trúnaðarmál
  11. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
  1. Lagt fram bréf  Inga T. Guðjónssonar dags. 9. maí 2005. Samþykkt að veita    kr. 50.000 til starfsins.
  2. Frestað.
  3. Lagt fram bréf  frá Bjarna Konráðssyni, dags. 10. maí 2005. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur íþróttafulltrúa að ganga frá afnotum Knattspyrnuskólans af íþróttamannvirkjum á Sauðárkróki.     
  4. Málinu vísað til ákvörðunar forstöðumanna og skólastjóra.
  5. Kynnt hugmynd um uppsetningu hljóðkerfis í Íþróttahúsinu Sauðárkróki.
  6. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir undirbúningi, m.a. aðsókn, bílamálum og samkomulagi við ýmsar stofnanir, félög og fyrirtæki um “vistun” nemenda.
    Nefndin telur brýnt að bílamál skólans verði leyst með viðunandi hætti, m.a. með leigu á 8 manna farkosti.
  7. Kristján Jónasson, félagsforingi Eilífsbúa, mætir á fundinn. Rætt um leiðir til að efla samstarf skátahreyfingarinnar og sveitarfélagsins. Æskulýðs- og tómstundafulltrúa, félagsforingja skátanna og sviðsstjóra falið að leggja fram drög að áætlun um eflingu samstarfsins í ljósi þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum. Drögin verði kynnt fyrir sumarfrí nefndarinnar.
  8. Lagðar fram tillögur fulltrúa Rauða Kross Íslands, skólameistara FNV og formanns Félags- og tómstundanefndar að endurnýjuðum stofnsamningi og samkomulagi um rekstur Geymslunnar. Nefndin samþykkir að áfram verði unnið að endurskoðun stofnsamningsins á þeim grunni sem tillögurnar fela í sér og felur formanni að fylgja málinu eftir. Nefndin leggur áherslu á að verkefnisstjóri verði í samstarfi um annað forvarnastarf í héraðinu.
  9. Kynnt tillaga sviðsstjóra um sérstakar aðgerðir til að koma ungmennum í áhættuhópi til starfa í sumar. Félags og tómstundanefnd beinir því til byggðarráðs að nefndinni verði veitt heimild að nýta allt að 2 milljónum króna til verkefnisins.
  10. Afgreiddar 3 beiðnir um fjárhagsaðstoð. Einnig kynnt umsókn um liðveislu.
  11. Önnur mál
    a) Lagt fram bréf byggðarráðs, dags. 24. maí 2005 þar sem þess er farið á leit að nefndin veiti umsögn um umsókn Hörpu Snæbjörnsdóttur um leyfi til áfengisveitinga í Golfskálanum Hlíðarenda. Nefndin vekur athygli á að í Golfskálanum fer fram blómlegt íþróttastarf barna og unglinga og telur almennt að áfengisveitingar fari ekki vel samhliða slíku starfi. Nefndin beinir því til byggðarráðs að leitast verði við að tryggja að áfengisveitingar eigi sér ekki stað í Golfskálaum á sama tíma og barna- og unglingastarf fer þar fram.
 
Fleira ekki gert, upp lesið og staðfest rétt bókað.
Fundi slitið kl. 18:00