Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

70. fundur 15. nóvember 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 70 –  15.11.2005

 
            Ár 2005, þriðjudaginn 15. nóvember var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
            Mættar: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir.            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson.
  
Dagskrá:
  1. Búsetumál fatlaðra og stefnumörkun sveitarfélagsins (SFNV
  2. Fjárhagsáætlun,
  3. Hópstarf með stúlkum í samvinnu Sauðárkrókskirkju, Friðar og Fjölskylduþjónustunnar.
  4. Styrkveitingar til æskulýðsmála fyrir árið 2005
  5. Lagðar fram umsóknir frá Félagi eldri borgara um styrk til íþróttaiðkunar
  6. Lýðheilsuverkefnið “Allt hefur áhrif”
  7. Styrkveitingar til íþróttamála
  8. Könnun á viðhorfum Skagfirðinga til þjónustu og búsetu
  9. Ferðaþjónusta fatlaðra.
  10. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
  1. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri, mætti á fundinn. Hún kynnti hugmyndir Þroskahjálpar um byggingu íbúða handa fólki með fötlun, á Sauðárkróki, en þær eru til komnar sem svar við bréfi Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, SFNV.
    Málið er rætt á grundvelli stefnumótunar byggðasamlagsins í búsetumálum, sem samþykkt var á 12. ársþingi SSNV þann 27.8.04 sem félags- og tómstundanefnd staðfesti fyrir sitt leyti á fundi 7.6. s.l.
    Rætt um næstu skref af hálfu nefndarinnar og skoðaðar teikningar af húsnæði sem verið er að klára á Akureyri. Þroskahjálp er reiðubúin til samstarfs við Byggðasamlag um málefni fatlaðra og/eða sveitarfélagið ef til kemur.
    Nefndin felur starfsmönnum að yfirfara mat á búsetuþörf og undirbúa frekari umfjöllun málsins í samvinnu við stjórn og þjónustuhóp byggðasamlagsins.
  2. Farið yfir fjárhagsramma sem byggðarráð hefur samþykkt fyrir málaflokkana. Reiknað er með að útgjöld vegna félagsmála og íþrótta- og tómstundamála lækki um samtals rúmar 3 milljónir milli ára.
    Ákveðið að halda sérstakan vinnufund um fjárhagsáætlun næsta mánudag
    þann 21. nóvember, kl. 16:30.
  3. Samþykkt að veita 100.000 kr. af gjaldalið nr. 06 390 til hópstarfsins.
  4. Lögð fram að nýju beiðni Skátafélagsins Eilífsbúa, dags. 1. maí 2005. Samþykkt að veita 320.000 kr styrk til Eilífsbúa fyrir árið 2005. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að gerður verði þjónustusamningur við Eilífsbúa í tengslum við næstu fjárhagsáætlun.
  5. Samþykkt beiðni Félags eldri borgara um 100.000 til íþróttaiðkunar út árið 2006, og einnig beiðni um 90.000 kr. styrk til greiðslu húsaleigu á Löngumýri vegna félagsstarfs veturinn 2005 – 2006.
  6. Rætt um verkefnið
  7. Lögð fram beiðni UMSS um hækkun starfsstyrks fyrir árið 2005. Samþykkt að veita 500.000 kr viðbótarstyrk til UMSS fyrir árið 2005.
    Greiðist af gjaldalið 06 890
  8. Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri, mætti á fundinn og kynnti væntanlega könnun. Nefndin kom með nokkrar ábendingar um framsetningu efnisins.
    Samþykkt að setja allt að 350.000 kr. í verkefnið af hálfu nefndarinnar.
  9. Bifreiðin hefur bilað alvarlega nýverið. Tillaga um endurnýjun bifreiðar verður tekin fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.
  10. Önnur mál
    a) Samþykkt að standa að útnefningu íþróttamanns Skagafjarðar í samvinnu við UMSS með svipuðum hætti og verið hefur.
    b) Rætt um ofaníburð í Reiðhöllinni, sem hefur ekki reynst vel sumum þeim íþróttaiðkendum sem fengið hafa úthlutað tímum í höllinni.
    c) Rætt um mikilvægi þess að hafa sveigjanlega opnunartíma í sundlaugum sveitarfélagsins í tengslum við ferðaþjónustuna. Nefndin leggur áherslu á að forstöðumenn og starfsmenn sundlauganna komi að stefnumótunarvinnu um hvernig best sé að sinna þessu hlutverki.
 Fundi slitið kl 18:30