Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

75. fundur 07. febrúar 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 75 –  7.02.2006

 
            Ár 2006, þriðjudaginn 7. febrúar var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Harpa Kristinsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Soffía Jónsdóttir, María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson.
           
Dagskrá: 
  1. Kjör formanns
  2. Trúnaðarmál
  3. Ákvörðun um fundartíma
  4. Verkefnalisti nefndarinnar 
  5. Jafnréttismál – ráðstefna – áætlun
  6. Lagt fram erindi sveitarstjórnar vegna umsóknar um styrk v. skíðaferðar barna frá Foreldrafélagi skíðadeildar UMFT
  7. Umsókn til KSÍ vegna sparkvalla
  8. Þjónustubíll fatlaðra – umræður um endurnýjun þjónustubíls eða útboð þjónustunnar
  9. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
  1. Ásdís Guðmundsdóttir, formaður, hefur fengið lausn frá störfum í nefndinni. Katrín María Andrésdóttir hefur tekið sæti hennar. Harpa Kristinsdóttir leggur til að Katrín María verði kjörin formaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt samhljóða.
  2. Samþykkt tvö erindi í tveimur málum
  3. Ákveðið að halda áfram að funda á þriðjudögum, alla jafna annan hvern þriðjudag kl 15:00
  4. Minnisblað um verkefnalista nefndarinnar  lagt fram og rætt.
  5. Ákveðið að senda bréf til fastanefnda sveitarfélagsins og lýsa eftir áhersluatriðum í nýja jafnréttisáætlun. Rætt um þátttöku nefndarinnar og starfsmanna í landsfundi jafnréttisnefnda 17. – 18. febrúar n.k. Áformað er að hafa sérstakan vinnufund um jafnréttisáætlun á næstunni.
  6. Byggðarráð hefur samþykkt styrk vegna umræddrar ferðar og leggst nefndin ekki gegn því.
    Félags- og tómstundanefnd leggur áherslu á að í framtíðinni berist erindi til sveitarfélagsins, sem tengjast deildum Tindastóls, gegnum aðalstjórn félagsins. Nefndin óskar jafnframt eindregið eftir að byggðarráð setji og kynni reglur sem gildi um úthlutun styrkja til vinabæjarsamstarfs til þess að umsækendur eigi jafna möguleika og ljóst sé hvaða fé er til úthlutunar.
  7. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að sótt verði um tvo sparkvelli fyrir árið 2007. Fari svo að umsóknirnar verði afgreiddar jákvætt af hálfu KSÍ verður unnt að gera ráð fyrir fjármögnun framkvæmda við gerð fjárhagsáætlunar í haust.
  8. Félags- og tómstundanefnd beinir því til Byggðarráðs að könnuð verði hagkvæmni þess að bjóða út þá þjónustu sem veitt er af þjónustubifreið fatlaðra. Einnig verði kannaður kostnaður við endurnýjun núverandi þjónustubifreiðar. Brýnt er að huga að endurnýjun bifreiðarinnar með einhverjum hætti, sbr. bls. 26 í fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið árið 2006.
  9. Önnur mál
    a)   Kynnt drög að umsóknaeyðublaði fyrir íþróttastyrki
    b)   Kynnt samstarf Fjölskylduþjónustunnar, Átaks - félags fólks með þroskahömlun og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands um tómstundastarf og umræðuhópa innan ramma félagslegrar liðveislu.
Fundi slitið kl. 16:45