Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

77. fundur 28. febrúar 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 77 –  28.02.2006

 
Ár 2006, þriðjudaginn 28. febrúar var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Harpa Kristinsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt og Rúnar Vífilsson.
Gunnar M. Sandholt og Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.
 
dagskrá: 
  1. Viðhorfskönnun IMG Gallup, bæjarkort fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
  2. Endurskoðun jafnréttisáætlunar.
  3. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
  1. Rætt með hvaða hætti niðurstöður skuli birtar. Starfsmönnum falið að kynna niðurstöður fyrir forstöðumönnum sem fyrst. Almennt telur nefndin síðan rétt að allar niðurstöður könnunarinnar  verði birtar og öllum aðgengilegar, en leggur jafnframt áherslu á að það verði gert þannig að svör verði ekki rakin til einstakra svarenda.
    Nefndin ákveður í ljósi könnunarinnar að vekja athygli þeirra, sem sótt geta um íþróttastyrki, á kynjajafnrétti.
    Nefndin mun í umræðum og ákvarðanatöku varðandi einstaka þjónustuþætti hafa hliðsjón af niðurstöðum könnunarinnar

  2. Niðurstöður viðhorfskönnunar benda til að þörf sé á að herða róðurinn í jafnréttismálum.  Rætt um verklag við endurskoðun jafnréttisáætlunar. Fagnefndum og forstöðumönnum var gefinn frestur til 10. mars að koma með ábendingar.
    Nefndin ákveður að halda námskeið fyrir konur um sveitarstjórnarmál, nefndarstörf og jafnréttismál samkvæmt gildandi jafnréttisáætlun. Markmiðið er að efla þátt þeirra í sveitarstjórnarmálum og öðrum félagsmálum í sveitarfélaginu. Leitað verði samstarfs við Farskólann um framkvæmd.
    Umræðum og vinnu við endurskoðun jafnréttisáætlunar verður haldið áfram á næstu fundum.

  3. Önnur mál engin.
 
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:30