Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

85. fundur 26. maí 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 85 –  26.05.2006

 
 
Ár 2006, föstudaginn 26. maí var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 12:00 í Gamla Kaupfélagshúsi Vesturfarasetursins á Hofsósi.


Mættir: Katrín María Andrésdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Aðalbjörg Hallmundsdóttir og Gunnar M. Sandholt.
Gunnar M. Sandholt og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.

Dagskrá: 

  1. Trúnaðarmál
  2. Reglur um niðurgreiðslu dagvistunar barna á einkaheimilum
  3. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
  1. Samþykkt tvö erindi í tveimur málum
 
  1. Samþykktar nýjar reglur um niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsum og þær sendar byggðaráði og sveitarstjórn til afgreiðslu.

  2. A) Sviðsstjóri gerði grein fyrir niðurstöðum verðkönnunar varðandi rekstur þjónustubíls fatlaðra.
    B) Sviðsstjóri upplýsir um stöðu mála varðandi ráðningarmál flokkstjóra Vinnuskólans, m.a. að ákveðið hefur verið að stofna “sláttuhóp”.
    C) Greint frá 500.000 kr. styrkveitingu til verkefnisins “Nálgumst í íþróttum” úr Forvarnasjóði. Nefndin lýsir ánægju sinni með þessa viðurkenningu og þakkar starfsmönnum verkefnisins fyrir vel unnin störf.
    D) Formaður þakkar samnefndarmönnum og starfsmönnum fyrir vel unnin störf og málefnalega vinnu á kjörtímabilinu. Nefndarmenn og starfsmenn þökkuðu formanni sömuleiðis og fyrir röggsama fundarstjórn.
 
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt
 
Fundi slitið kl. 14:10