Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

91. fundur 10. október 2006
 
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 91 –  10.10.2006

 
            Ár 2006, þriðjudaginn 10. október var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:45 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Katrín María Andrésdóttir.
            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Aðalbjörg Hallmundsdóttir og María Björk Ingvadóttir.
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.


dagskrá:
  1. Trúnaðarmál
  2. Jafnréttisáætlun.
  3. Bréf frá UMSS um ráðningu framkvæmdastjóra
  4. Leikvallamálin
  5. Heimsóknaáætlun
  6. Önnur mál
ü      Bréf v/útgáfustyrk
ü      Heimsókn starfsmanna í Reykjanesbæ
ü      Fjölskyldustefna
 
 Afgreiðslur: 
  1. Samþykkt 3 erindi í tveimur málum. Jafnframt lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu í einu máli.
    Aðalbjörg Hallmundsdóttir vék af fundi.
  2. Lagðar fram umsagnir Byggðaráðs, Fræðslunefndar, Barnaverndarnefndar og Skipulags- og byggingarnefndar. Formanni og sviðsstjóra falið að ræða við sveitarstjóra um orðalagsbreytingar og tímaáætlun.
  3. Bréf UMSS, dags. 25. september 2005, lagt fram en frekari umræðu frestað.
  4. María Björk Ingvadóttir kom á fundinn. Nefndin felur æskulýðs- og tómstundafulltrúa að vinna drög að áætlun um uppbyggingu leikvalla í samvinnu við starfsmenn umhverfis- og tæknisviðs.
  5. Ákveðið að heimsækja félagsmiðstöðina Frið og Sundlaugina í lok næsta fundar og taka síðan ákvörðun um frekari heimsóknir nefndarinnar á starfsstöðvar.
  6. Önnur mál
ü      Bréf  um útgáfustyrk vegna greinasafnsins “Heilbrigði og heildarsýn”. Samþykkt að veita 10.000 kr. styrk.
ü      Ákveðið að kynning á heimsókn starfsmanna Fjölskyldusviðs til Reykjanesbæjar verði n.k. þriðjudag kl. 15:00. Varamenn verði boðaðir.
ü      Lagt fram bréf vinnuhóps verkefnisins “Allt hefur áhrif, einkum við sjálf”, dags. 5. október 2006.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 17:00