Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

101. fundur 20. febrúar 2007
TFélags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
TFundur  101 – 20.2.2007T
 
Ár 2007 þriðjudaginn 20. febrúar, á sjálfan sprengidag, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
Mættir: Hólmfríður Guðmundsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Sigríður Björnsdóttir boðaði forföll á síðustu stundu og gafst ekki færi á að kalla til varamann.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt og Rúnar Vífilsson.
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.
 
Dagskrá:
  1. Málefni íþróttahússins á Sauðárkróki:
                  Verklagsreglur um aðra starfsemi heldur en íþróttir
  1. Styrkir til íþróttamála
  2. Aðalfundur UMSS, fundarboð
  3. Jafnréttisáætlun:
    a) kynning, prentun og dreifing
    b) verklagsreglur um jafnréttisviðurkenningu
  4. Samningur SSNV og félagsmálaráðuneytis um þjónustu við fólk með fötlun: kynning og umræður um hlutverk nefndarinnar
  5. Trúnaðarmál
  6. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.      Lagt fram minnisblað um starfsemi íþróttahússins. Er þar einkum fjallað um annað samkomuhald en íþrótta- og nemendasamkomur í húsinu á Sauðárkróki. Fram hefur komið óánægja með óhóflega röskun íþróttaæfinga undanfarið. Óvenju mikil ásókn hefur verið í skemmtanahald í íþróttahúsinu m.a. vegna tímabundinnar lokunar stærsta félagsheimilisins. Nefndin ákveður að setja reglur um þessa starfsemi. Ákveðið að senda minnisblaðið til umsagnar Menningar- og kynningarnefndar og til Byggðaráðs. Málið verði tekið fyrir að nýju á öðrum fundi í mars.


2.      Lagt fram bréf Fræðslu- og íþróttafulltrúa til stjórnar UMSS, dags. 15.2.07 um úthlutun íþróttastyrkja. Fyrirkomulag styrkveitinga verður með svipuðu sniði í ár og undanfarin tvö ár. Það byggir á stöðluðum upplýsingum um starfsemi félaganna fyrir börn og ungmenni, sérstök átaksverkefni eða framkvæmdir, ásamt upplýsingum um bókhald. Tillögur stjórnar UMSS um skiptingu fjármunanna milli félaga eru síðan lagðar fyrir Félags- og tómstundanefnd.


3.      Ársþing UMSS verður haldið föstudaginn 23. febrúar n.k. í Grunnskólanum að Hólum. Þeir nefndarmenn sem sjá sér fært mæta.


4.      a) Rætt um uppsetningu, prentun og dreifingu jafnréttisáætlunar
b) Lögð fram drög að verklagsreglum, þau rædd og ákveðið að taka þau fyrir síðar. Stefnt er að  því að veita jafnréttisviðurkenningu árlega, fyrsta sinn 2008 en reglurnar skulu vera tilbúnar í október n.k.


5.      Málið rætt. Nefndin leggur áherslu á að fjalla reglulega um framkvæmd samningsins.


6.      Samþykkt eitt erindi í einu máli


7.      Önnur mál. Engin
 
Fundi slitið kl. 17:24.