Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

103. fundur 03. apríl 2007
 
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  103 – 03.04.2007
 
Ár 2007 þriðjudaginn 3. apríl, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: H. Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir. Af hálfu starfsmanna Aðalbjörg Hallmundsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson sem ritaði fundargerð.
 
 
Dagskrá:
  1. Trúnaðarmál
  2. Ungmennaráð - reglur
  3. Styrkir til íþróttamála - úthlutun
  4. Styrkir til æskulýðsmála - úthlutun
  5. Skipulag frístundaþjónustu – ákvörðun
 
Afgreiðslur.
 
1.      Lögð fram 5 mál. Samþykktar 7 beiðnir í 5 málum.
 
2.      Vinnureglur lagðar fram. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að koma á fót Ungmennaráði Skagafjarðar sem í sitja 7 fulltrúar og 7 tilnefndir til vara. Þeir koma úr hópi 13 – 18 ára unglinga úr grunnskólum, framhaldsskólanum, frjálsum félagasamtökum og íþróttahreyfingunni. Tilnefnt er til tveggja ára í senn.
 
3.      Styrkir til íþróttamála. Lögð fram tillaga frá UMSS og íþróttafulltrúa um skiptingu styrkja til íþróttahreyfingarinnar af gjaldalið 06890 fyrir árið 2007. Hún er eftirfarandi:
 
Ungmennafélagið Tindastóll
6.030.000
Ungmennafélagið Neisti
702.000
Ungmenna- og íþróttafélagið Smári
783.000
Ungmennafélagið Hjalti
180.000
Hestamannafélagið Léttfeti
477.000
Hestamannafélagið Stígandi
315.000
Hestamannafélagið Svaði
216.000
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar
207.000
Skákklúbbur Sauðárkróks
90.000
Ungmennasamband Skagafjarðar
1.000.000
Samtals kr.:
10.000.000
 
Félags- og tómstundanefnd samþykkir framlagða tillögu og þakkar stjórn UMSS fyrir hennar þátt í málinu.
 
Félags- og tómstundanefnd samþykkir einnig eftirfarandi skiptingu gjaldaliðanna 06620 og 06630 – íþróttavellir. Undir þessum liðum hafa undanfarin ár verið ýmsir rekstrar- og framkvæmdastyrkir.
 
Vindheimamelar, skv. ákvörðun Byggðaráðs    
3.000.000
Golfklúbbur Sauðárkróks, skv. samningi
3.000.000
Íþróttavellir Varmahlíð rekstur
600.000
Íþróttavöllur Hólum rekstur
100.000
Íþróttavöllur Hofsósi skv. samningi
700.000
Íþróttavöllur Ósmanns framkvæmdastyrkur
100.000
Íþróttasvæði Svaða framkvæmdastyrkur
100.000
Íþróttasvæði Léttfeta  framkvæmdastyrkur
365.000
Sérverkefni UMSS
1.000.000
 
4.      Styrkir til æskulýðsmála:
Eftirfarandi styrkjum var úthlutað:
 
Allt hefur áhrif - verkefnið
100.000
Uppskeruhátíð
100.000
Útideild
600.000
Útgáfa frístundabóka, vetur og sumar
250.000
Hús frítímans - undirbúningur
150.000
Foreldrafélag í Fljótum v/leikjanámskeiðs
50.000
 
Samþykkt tillaga æskulýðs- og tómstundafulltrúa um skiptingu fjárveitingar til annarra forvarnaverkefna:
Marita-forvarnaverkefni
300.000
Ungmennaskipti
100.000
Önnur forvarnarverkefni innan Félagsmiðstöðvar
200.000
 
Erindi Knattspyrnudeildar Tindastóls vegna óskar um styrk til siglinganámaskeiðs vísast til afgreiðslu 5. liðar.
 
Hafnað styrkbeiðni frá SAMAN-hópnum.
 
5.      Félags- og tómstundanefnd samþykkir að SumarT.Í.M.- samstarfsverkefni tómstunda,
íþrótta, og menningar verði komið á til reynslu í sumar í allt að 9 vikur. Tilgangurinn er
að ná til sem flestra barna á aldrinum 5-12 ára í Skagafirði með skipulögðu tómstunda-, íþrótta- og menningarstarfi  þannig að þeim standi til boða dagskrá frá kl. 8 –16 virka daga í sumar. Félags- og tómstundanefnd leggur til að hluti styrkja til Æskulýðsmála 06390 verði notaður  til að greiða niður kostnað foreldra við námskeiðin.


Tekið fyrir styrkbeiðni Knattspyrnudeildar Tindastóls v/siglinganámskeiðs.
Vanda Sigurgeirsdóttir vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
Nefndin hafnar beinum fjárstuðningi en er tilbúin að sjá til þess að komið verði upp aðstöðu fyrir kennsluna. Æskulýðs- og tómstundafulltrúa falið að ræða betur við umsækjandann.
Vanda kemur aftur inn á fundinn.

 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl: 16.45