Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

108. fundur 11. september 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  108 – 11.09.2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 11. september, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar kl. 16:00 í Ráðhúsinu. Mætt voru: Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, ásamt Gunnari Sandholt og Maríu Björk Ingvadóttur.
Gunnar og Vanda rituðu fundargerð. 
 
Dagskrá
1.      Akstursþjónusta fatlaðra
2.      Jafnréttisáætlun
3.      Umsókn um leyfi til að starfs sem dagforeldri
4.      Samningur við félagsheimilið Ljósheima um félagsstarf fyrir aldraða
5.      Trúnaðarmál
6.      Félagslegar leiguíbúðir, yfirlit og umræða um úthlutunarreglur
7.      Hvatapeningar
8.      Viðræður við forsvarsmenn UMF Tindastóls
9.      Önnur mál
 
Afgreiðslur
 
1.      Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra um akstursþjónustuna. Þjónustusamningur var gerður við Suðurleiðir ehf sem sjá nú um aksturinn. Þykir það fyrirkomulag hafa gefist vel. Þjónustuþörf hefur aukist og mun félags- og tómstundanefnd kanna sérstaklega við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár hvort þörf sé á aukinni fjárveitingu í þessa þjónustu. Nefndin mun fylgja eftir að lagfærð verði aðkoma þjónustubílsins þar sem hún er óviðunandi.
2.      Félagsmálastjóra falið að ganga frá útgáfu jafnréttisáætlunarinnar nú þegar. Jafnframt að leggja fram á næsta fundi drög að verklagsreglum um meðferð mála þegar kynferðisleg áreitni á sér stað á vinnustað og verklagsreglur um veitingu jafnréttisviðurkenningar.
3.      Félags- og tómstundnefnd samþykkir að veita Maríu Dagmar Magnúsdóttur,
Hólavegi 17, bráðabirgðaleyfi til að starfa sem dagforeldri þriggja barna, sbr. 15. gr. reglugerðar um daggæslu barna á einkaheimili, nr. 907/2005.

4.      Samþykktur samningur við félagsheimilið Ljósheima um húsnæði fyrir félagsstarf aldraðra, 23 skipti, frá 1. október 2007 til 17. desember 2007, kr. 300.000, sem greiðist af gjaldalið félagsstarfs aldraðra  
5.      Samþykkt beiðni um fjárhagsaðstoð í einu máli og heimild til félagsmálastjóra að veita fjárhagsaðstoð í öðru að uppfylltum tilgreindum skilyrðum.
6.      Lögð fram umsóknareyðublöð og reglur um úthlutanir félagslegs leiguhúsnæðis. Umræðum frestað.
7.      Rætt um vetrar T.Í.M og hvatapeninga. Afgreiðslu frestað.
8.      Formaður og stjórnarmaður í UMF Tindastól komu á fund frístundastjóra. Í viðræðunum kom fram að þeir hefðu ekki áhuga á, að svo stöddu, að taka við rekstri íþróttahússins frá 16.00 virka daga og um helgar en óskuðu formlega eftir viðræðum við forráðamenn í sveitarfélaginu sem fyrst um hugmyndir að heildarskipulagi að rekstri og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Skagafirði. Nefndin vísar til sveitarstjóra að koma á fundi með forsvarsmönnum UMF Tindastóls.
9.      Önnur mál voru engin.
 
Fundi slitið kl. 18.30.