Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

110. fundur 09. október 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  110 – 9.10.2007
 
 
Ár 2007, þriðjudaginn 9. október,  var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og kl. 14:30 í Ráðhúsinu. Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, ásamt Gunnari M. Sandholt og Maríu Björk Ingvadóttur, sem skrifuðu fundargerð ásamt ritara.
 
dagskrá
1.      Drög að reglum um jafnréttisviðurkenningar sveitarfélagsins
2.      Undirbúningur verklagsreglna um kynferðislegt áreiti á vinnustöðum
3.      Hvatapeningar
4.      Skipun í ungmennaráð
5.      Öryggismál  Sundlaugar Sauðárkróks
6.      Bréf frá körfuknattleiksdeild Umf.Tindastóls
7.      Önnur mál
a) Jafnréttisvog.
    Lagt fram til kynningar bréf frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, dags.3.10.07
b) Áætlun um fundi nefndarinnar til áramóta.

 
Afgreiðslur
1.      Eftirfarandi reglur um jafnréttisviðurkenningar sveitarfélagsins voru samþykktar   samhljóða.

Reglur um veitingu jafnréttisviðurkenningar í Sveitarfélaginu Skagafirði
1) Jafnréttisviðurkenning Sveitarfélagsins Skagafjarðar er veitt á grundvelli    jafnréttisáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 30. nóvember 2006.  Félags- og tómstundanefnd, sem gegnir starfi jafnréttisnefndar í sveitarfélaginu, gengst fyrir veitingu slíkrar viðurkenningar árlega og setur reglur um veitingu hennar.
2) Félags- og tómstundanefnd auglýsir árlega eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar á tímabilinu janúar – febrúar.
3) Jafnréttisviðurkenningu skal að jafnaði úthlutað í maí.
4) Fimm manna hópur tekur ákvörðun um hver skuli hljóta viðurkenninguna. Hópinn mynda þrír fulltrúar jafnréttisnefndar (félags- og tómstundanefnd) og tveir fulltrúar skipaðir af stéttarfélögunum í Skagafirði sameiginlega. Hlutfall kynjanna í úthlutunarhópi skal vera 2/3.
5) Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála í Skagafirði.


2.      Kveðið er á í jafnréttisáætlun að settar skuli verklagsreglur um meðferð mála er varða kynferðislega áreitni á vinnustað Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra. Nefndin ákveður að skipaður verði 5 manna starfshópur með 1 fulltrúa grunnskólanna, 1 fulltrúa leikskólanna, 1 fulltrúa starfsmanna Ráðhúss, 1 fulltrúa Þjónustumiðstöðvar og Veitustofnana og 1 fulltrúa stofnana sem heyra undir menningar-, félags- og frístundaþjónustu
Hlutverk  starfshópsins er að kynna verkefnið hjá öllum stofnunum sveitarfélagsins og leita eftir hugmyndum um áherslur sem ættu að vera í verklagsreglum gera tillögur til félags- og tómstundanefndar að verklagsreglum.
Nefndin óskar eftir tilnefningum fyrir næsta fund. Félagsmálastjóra falið að sjá um að nefndin fái aðstoð starfsmanns í Ráðhúsi.


3.      Hvatapeningar.
Félags-og tómstundanefnd samþykkir að  greiða 8.000.- krónur í Hvatapeninga einu sinni á ári til foreldra þeirra barna, 6-16 ára , sem uppfylla ákveðin skilyrði um þátttöku í tómstundum, menningarstarfi og íþróttum í vetur.
4.      Skipun í ungmennaráð Skagafjarðar.
Félags-og tómstundanefnd felur Frístundastjóra að óska eftir tilnefningum frá nemendaráðum Árskóla, Grunnskólans á Hofsósi, Varmahlíðarskóla og Fjölbrautaskóla ásamt fulltrúum frá íþróttahreyfingunni, UMSS og frjálsum félagasamtökum, RKÍ, skátum,björgunarsveit og kirkjunni.
5.      Öryggismál í sundlaug Sauðárkróks. Nefndin samþykkir að beina því til Byggðaráðs að nú þegar verði keypt nýtt og fullkomið öryggismyndavélakerfi og tekið tillit til þess við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
6.      Bréf frá körfuknattleiksdeild Umf.Tindastóls
Félags-og tómstundanefnd þakkar ábendingu körfuknattleiksdeildar en óskar eftir að erindi sem þetta komi frá aðalstjórn Tindastóls eins og samþykkt sveitarstjórnar kveður á um .
7.      Önnur mál
a) Jafnréttisvog.
    Lagt fram til kynningar bréf frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, dags.3.10.07
b) Kynnt áætlun um fundi nefndarinnar til áramóta.

 
Fundi slitið kl. 17.15.