Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

111. fundur 23. október 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  111 – 23.10.2007
 
 
Ár 2007, þriðjudaginn 23. október,  var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar  kl. 14:30 í Ráðhúsinu. Mættir voru: Sveinn Allan Morthens, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir, af hálfu starfsmanna Aðalbjörg Hallmundsdóttir og María Björk Ingvadóttir, sem skrifaði fundargerð.
 
dagskrá
1.      Trúnaðarmál
2.      Umsögn um lögreglusamþykkt.
3.      Samræmdar reglur um ráðningar starfsfólks til vinnu með börnum og unglingum í sveitarfélaginu
4.      Starfsmannastefna
5.      Kynning á fyrstu drögum fjárhagsáætlunar .
6.      Önnur mál
 
Afgreiðslur
 
1.      Samþykktar 5 beiðnir í 4 málum.
 
2.      Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin fyrir sitt leyti.
 
3.      Nefndin felur Frístundastjóra og Félagsmálastjóra að eiga frumkvæði að því við aðra starfsmenn sveitarfélagsins  að vinna samræmdar reglur um ráðningu starfsfólks til vinnu  með börnum og unglingum. Nefndin beinir því til fræðslunefndar að hún taki málið einnig til skoðunar.
 
4.      Rætt um starfsmannastefnu og fjölskyldustefnu.
 
5.      Frístundastjóri kynnir fyrstu drög fjárhagsáætlunar frístundasviðs.
 
6.      Önnur mál,  engin.
 
Fundi slitið kl. 16.50 .