Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

205. fundur 27. febrúar 2014 kl. 11:00 - 13:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri, Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir lið 2.
Herdís Á Sæmundardóttir og áheyrnarfulltrúar viku af fundi undir 10 lið, trúnaðarbók. Aðalbjörg Hallmundsdóttir kom þá á fundinn.

1.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að fjölskyldustefnu. Ákveðið að vinna frekar í þeim á milli funda.

2.Skákfélag Sauðárkróks - umsókn um styrk á árinu 2014

Málsnúmer 1311214Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir umsókn Skákfélags Sauðárkróks um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna eflingar starfs í þágu barna og unglinga í héraðinu. Nefndin samþykkir umsóknina og færist á gjaldalið 06890

3.Rætur - fundagerðir þjónustuhóps 2014

Málsnúmer 1401222Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær fundargerðir þjónustuhóps um málefni fatlaðs fólks.

4.Styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 1401301Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um fjárstyrk frá Saman-hópnum. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

5.Styrkumsókn - meistaranemar í verkefnastjórnun í HR í samstarfi við Samanhópinn

Málsnúmer 1401325Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn meistaranema í verkefnastjórnun við HR um fjárstyrk. Erindinu synjað.

6.Styrkumsókn - starf eldri borgara Löngumýri

Málsnúmer 1311311Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá starfi eldri borgara sem fram fer á Löngumýri um fjárstyrk að upphæð kr. 100.000. Erindið samþykkt og fært á gjaldalið 02400.

7.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2014 - Kvennaathvarf

Málsnúmer 1310298Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Kvennaathvarfinu um fjárstyrk að upphæð kr. 150.000. Samþykkt að styrkja athvarfið um kr. 75.000 af gjaldalið 02890.

8.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2014 - Stígamót

Málsnúmer 1310299Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Stígamótum um fjárstyrk. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

9.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1310015Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Félagi eldri borgara í Skagafirði um fjárstyrk að upphæð kr. 250.000. Nefndin samþykkir að verða við erindinu í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun, gjaldalið 02400.

10.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók

Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer

Lögð fyrir sjö umsóknir um fjárhagsaðstoð og tvær umsóknir vegna niðurgreiðslu á daggæslukostnaði.

Fundi slitið - kl. 13:30.