Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

220. fundur 06. maí 2015 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir sveitarstj.ftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Kosning varaformanns félags- og tómstundanefndar.

Málsnúmer 1505041Vakta málsnúmer

Formaður lagði til að Sigríður Svavarsdóttir verði kosin varaformaður nefndarinnar í stað Höllu Ólafsdóttur sem hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Nefndin samþykkir tillöguna.

2.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1504082Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að forvarnarstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi. Að loknum umræðum og breytingum sem nefndarmenn vildu gera var stefnan samþykkt.

3.Samningar við GSS - Golfklúbb Sauðárkróks

Málsnúmer 1505014Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að nýjum samningum við Golfklúbb Sauðárkróks til 10 ára. Um er að ræða annars vegar samning um slátt á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og hins vegar samning um rekstur og uppbyggingu golfsvæðisins. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samningana og vísar þeim till byggðarráðs.

4.Umsókn um endurnýjun á leyfi til dagvistunar í heimahúsi.

Málsnúmer 1503325Vakta málsnúmer

Lögð var fram umsókn um endurnýjun á leyfi til dagvistunar í heimahúsi. Nefndin samþykkir endurnýjun leyfisins til þriggja ára skv. reglugerð þar um.

5.Kerrustyrkur fyrir Dagforeldra í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Málsnúmer 1505015Vakta málsnúmer

Lagt var til að veita tveimur starfandi dagforeldrum, sem sótt hafa um aðstoð til kaupa á sérútbúnum kerrum, styrk að upphæð kr. 50.000 til hvors umsækjanda.

6.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Engin trúnaðarmál lögð fyrir fundinn.

Fundi slitið - kl. 16:15.