Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

243. fundur 06. apríl 2017 kl. 11:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Miðnætursund-Hofsósi

Málsnúmer 1604148Vakta málsnúmer

Vísað er til erindis fyrirtækisins frá 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að leigja sundlaugina á Hofsósi til miðnæturbaða frá 1. maí til 1. nóvember 2017. Nefndin samþykkir að leigja sundlaugina fyrir þá starfsemi sem verið hefur í lauginni hjá þessum aðila og felur sviðsstjóra og forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að ganga frá samningi þar að lútandi.

2.Opnunartími sundlauga 2017

Málsnúmer 1703357Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi um 2 klukkustundir að morgni mánuðina júní, júlí og ágúst 2017. Nefndin samþykkir tillöguna.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir fyrstu tvo dagskrárliðina

3.Trúnaðarbók félagsmál 2017

Málsnúmer 1701341Vakta málsnúmer

Tekið fyrir eitt mál sem var samþykkt. Skráð í trúnaðarbók
Gunnar Sandholt sat fundinn undir þessum lið

Fundi slitið - kl. 12:00.